Vinnumarkaðsvefur

Tímalengd og launagreiðslur

Lengd veikindaréttar starfsmanns ræðst af þeim kjarasamningi sem um starf hans gildir. Hér að neðan eru dregin saman ákvæði kjarasamninga sem áhrif hafa á lengd veikindaréttar og hvaða laun ber að greiða á veikindatímabili.

Verkafólk

Um rétt verkafólks í veikinda- og slysatilfellum eru samhljóða ákvæði í eftirtöldum kjarasamningum:

8. kafla kjarasamnings SA og SGS / Eflingar

9. kafla kjarasamnings SA og SGS / Eflingar v. veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðarsölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi

Á hverju 12 mánaða tímabili á verkafólk rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum sem hér segir. Innvinnsla eftir eins árs starf miðast við samfellt starf hjá sama vinnuveitanda, sbr. þó ákvæði um flutning veikindaréttar frá öðrum atvinnurekanda, sjá hér neðar um áunnin réttindi.

<table>
    <tr>
        <td><p>Starfstími</p></td>
        <td><p>Lengd</p></td>
        <td><p>Laun</p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Á fyrsta starfsári</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 dagar fyrir hvern unninn mánuð</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Staðgengilslaun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 1 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">	
1 mánuður</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Staðgengilslaun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 2 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mán. staðgengilslaun
1 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 3 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">3 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mán. staðgengilslaun
2 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 5 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">4 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mán. staðgengilslaun
1 mán. full dagvinnulaun
2 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>
</table>

Veikindarétturinn er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar sjúkdóms. Sjá nánar um útreikning veikindaréttar .

Ef um er að ræða vinnuslys, slys á beinni leið til eða frá vinnu eða atvinnusjúkdóm skal starfsmaður, auk réttar til launa í veikindum, halda dagvinnulaunum sínum í þrjá mánuði. Réttur þessi er sjálfstæður réttur og gengur ekki á veikindarétt starfsmanns.

Áunninn réttur
Starfsmaður sem öðlast hefur fjögurra mánaða veikindarétt hjá einum vinnuveitanda heldur tveggja mánaða veikindarétti ef hann ræður sig til nýs vinnuveitanda innan 12 mánaða. Betri rétt öðlast starfsmaður með samfelldu starfi hjá sama vinnuveitanda. Starfsmaður sem flutt hefur tveggja mánaða rétt til nýs vinnuveitanda öðlast þannig þriggja mánaða rétt eftir þriggja ára samfellt starf hjá nýja vinnuveitandanum. Sjá nánar t.d. gr. 8.1.6. í kjarasamningi SA og SGS.

Starfsmaður sem hættir störfum en er endurráðinn til sama fyrirtækis innan nánar tilgreinds tíma heldur áunnum réttindum sínum, sbr. t.d. gr. 12.6.1 í kjarasamningi SA og SGS. Slit ráðningar þýðir að starfsmaður telst ekki hafa verið samfellt í starfi. Hann fær því aftur áunninn rétt en verður að ávinna sér rétt umfram það með samfelldu starfi.

Launagreiðslur í veikindum
Í töflunni hér að ofan segir hvaða laun eru greidd á hvaða tímabili veikinda.

Staðgengilslaun
Í veitingasamningi SA og SGS / Eflingar er hugtakið “staðgengilslaun” skilgreint sem hér segir:

„Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa og mætingabónus.” Sambærileg skilgreining er í kjarasamningum annarra verkamannafélaga.

Full dagvinnulaun
Full dagvinnulaun eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.

Dagvinnulaun
Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna) fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.

Verslunar- og skrifstofufólk

Um rétt verslunar- og skrifstofufólks í veikinda- og slysatilfellum eru ákvæði í 8. kafla kjarasamnings SA og VR / LÍV .

Á hverju 12 mánaða tímabili á starfsfólk rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum sem hér segir. Innvinnsla miðast við starf hjá sama vinnuveitanda, sbr. þó ákvæði um flutning veikindaréttar frá öðrum atvinnurekanda, sjá hér neðar um áunnin réttindi

<table>
    <tr>
        <td><p>Starfstími</p></td>
        <td><p>Lengd</p></td>
        <td><p>Laun</p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Á fyrsta starfsári</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 dagar fyrir hvern unninn mánuð</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Föst laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 1 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">	
2 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Föst laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 5 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">4 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Föst laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 10 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">6 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Föst laun</span></p></td>
    </tr>

</table>

Veikindarétturinn er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar sjúkdóms. Sjá nánar um útreikning veikindaréttar.

Ef um er að ræða vinnuslys, slys á beinni leið til eða frá vinnu eða atvinnusjúkdóm skal starfsmaður, auk réttar til launa í veikindum, halda dagvinnulaunum sínum í þrjá mánuði til viðbótar veikindarétti skv. framansögðu.

Áunninn réttur
Starfsmaður sem öðlast hefur fjögurra eða sex mánaða veikindarétt hjá einum vinnuveitanda heldur tveggja mánaða veikindarétti við ráðningu hjá nýjum vinnuveitanda.

Starfsmaður sem hættir störfum en er endurráðinn til sama fyrirtækis innan nánar tilgreinds tíma heldur áunnum réttindum sínum, sbr. kafla 14. í kjarasamningi SA og VR / LÍV.

Launagreiðslur í veikindum
Verslunarmenn halda föstum launum í veikindum (ekki “staðgengilskaup”).

Föst laun eru þau laun sem ekki eru breytileg milli mánuða. Vinni starfsmaður t.d. fasta yfirvinnu telst hún til fastra launa hans. Tilfallandi yfirvinna gerir það ekki.

Byggingamenn og skrúðgarðyrkja

Um rétt sveina í byggingagreinum og skrúðgarðyrkju í veikinda- og slysatilfellum eru ákvæði í:

8. kafla kjarasamnings SA og Samiðnar

Á hverju 12 mánaða tímabili eiga sveinar rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum sem hér segir. Innvinnsla miðast við samfellt starf í viðkomandi iðngrein að afloknu sveinsprófi, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

<table>
    <tr>
        <td><p>Starfstími</p></td>
        <td><p>Lengd</p></td>
        <td><p>Laun</p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Fyrstu 6 mánuði</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 dagar fyrir hvern unninn mánuð</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Full laun (staðgengilslaun)</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 6 mánuði</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">	
1 mánuður</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Full laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 1 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mán. full laun
1 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 3 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">3 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mán. full laun
2 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Ákvæðisvinnumenn: Eftir 3 ára samfellt hjá sama atvinnurekanda</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">3 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mán. full laun
1. mán. full dagvinnulaun
1 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>

</table>

Veikindarétturinn er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar sjúkdóms. Sjá nánar um útreikning veikindaréttar .

Ef um er að ræða vinnuslys, slys á beinni leið til eða frá vinnu eða atvinnusjúkdóm skal starfsmaður, auk réttar til launa í veikindum, halda dagvinnulaunum sínum í þrjá mánuði. Réttur þessi er sjálfstæður réttur og gengur ekki á veikindarétt starfsmanns.

Áunninn réttur
Áunnin réttindi starfsmanns, sem hættir störfum í starfsgreininni, skal haldast verði um endurráðningu að ræða í sömu starfsgrein innan eins árs. Á sama hátt skulu áunnin réttindi taka gildi á ný eftir eins mánaðar starf ef endurráðning verður eftir meira en eitt ár en innan þriggja ára. Hætti maður störfum í starfsgrein í meira en þrjú ár falla áunnin réttindi niður.

Launagreiðslur í veikindum
Í töflunni hér að ofan segir hvaða laun eru greidd á hvaða tímabili veikinda.

Full laun
Full laun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss (staðgengilslaun).

Full dagvinnulaun ákvæðisvinnumanna
Full dagvinnulaun starfsmanns í ákvæðisvinnu eru 75% af ákvæðisvinnulaunum í dagvinnu, m.v. meðaltal síðustu fjögurra mánaða, þó ekki lægra en tímakaup hans í dagvinnu.

Dagvinnulaun
Með dagvinnulaunum er hér átt við föst laun fyrir vinnu á dagvinnutímabili, ásamt föstum aukagreiðslum öðrum en kostnaðargreiðslum.

Vélstjórar, málmiðnaður, vélvirkjar (vm og fit)

Um rétt málm- og netagerðarmanna í veikinda- og slysatilfellum eru samhljóða ákvæði í:

8. kafla kjarasamnings SA og Samiðnar

8. kafla kjarasamnings SA og VM

Á hverju 12 mánaða tímabili eiga sveinar rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum sem hér segir. Innvinnsla eftir eins árs starf miðast við samfellt starf hjá sama vinnuveitanda, sbr. þó ákvæði um flutning veikindaréttar frá öðrum atvinnurekanda, sjá hér neðar um áunnin réttindi.

<table>
    <tr>
        <td><p>Starfstími</p></td>
        <td><p>Lengd</p></td>
        <td><p>Laun</p></td>
    </tr>
    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Fyrstu 6 mánuði</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 dagar fyrir hvern unninn mánuð</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Full laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 6 mánuði</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mánuður</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Full laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 2 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mán. full laun
1 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 3 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">3 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mán. full laun
2 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>

</table>

Veikindarétturinn er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar sjúkdóms. Sjá nánar um útreikning veikindaréttar .

Ef um er að ræða vinnuslys, slys á beinni leið til eða frá vinnu eða atvinnusjúkdóm skal starfsmaður, auk réttar til launa í veikindum, halda dagvinnulaunum sínum í þrjá mánuði. Réttur þessi er sjálfstæður réttur og gengur ekki á veikindarétt starfsmanns.

Áunninn réttur
Starfsmaður sem öðlast hefur þriggja mánaða veikindarétt hjá einum vinnuveitanda heldur eins mánaðar veikindarétti ef hann ræður sig til nýs vinnuveitanda innan 12 mánaða. Betri rétt öðlast starfsmaður með samfelldu starfi hjá sama vinnuveitanda. Starfsmaður sem flutt hefur eins mánaðar rétt til nýs vinnuveitanda öðlast þannig tveggja mánaða rétt eftir tveggja ára samfellt starf hjá nýja vinnuveitandanum. Sjá nánar gr. 8.1.1. í kjarasamningi SA og Samiðnar.

Starfsmaður sem hættir störfum en er endurráðinn til sama fyrirtækis innan nánar tilgreinds tíma heldur áunnum réttindum sínum, sbr. gr. 12.4.1. í kjarasamningi SA og Samiðnar. Slit ráðningar þýðir að starfsmaður telst ekki hafa verið samfellt í starfi. Hann fær því aftur áunninn rétt en verður að ávinna sér rétt umfram það með samfelldu starfi.

Launagreiðslur í veikindum
Í töflunni hér að ofan segir hvaða laun eru greidd á hvaða tímabili veikinda.

Full laun
Full laun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss (staðgengilslaun).

Dagvinnulaun
Með dagvinnulaunum er hér átt við föst laun fyrir vinnu á dagvinnutímabili, ásamt föstum aukagreiðslum öðrum en kostnaðargreiðslum.

Rafiðnaðarmenn

Um rétt rafiðnaðarmanna í veikinda- og slysatilfellum eru ákvæði í 8. kafla kjarasamnings SA og RSÍ.

Á hverju 12 mánaða tímabili eiga sveinar rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum sem hér segir. Innvinnsla eftir eins árs starf miðast við samfellt starf hjá sama vinnuveitanda, sbr. þó ákvæði um flutning veikindaréttar frá öðrum atvinnurekanda, sjá hér neðar um áunnin réttindi.

<table>
    <tr>
        <td><p>Starfstími</p></td>
        <td><p>Lengd</p></td>
        <td><p>Laun</p></td>
    </tr>
    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Á fyrsta starfsári</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 dagar fyrir hvern unninn mánuð</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Föst laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 1 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mánuður</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Föst laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 3 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Föst laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 5 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">3 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 mán. föst laun
1 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>

</table>

Veikindarétturinn er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar sjúkdóms. Sjá nánar um útreikning veikindaréttar .

Ef um er að ræða vinnuslys, slys á beinni leið til eða frá vinnu eða atvinnusjúkdóm skal starfsmaður, auk réttar til launa í veikindum, halda dagvinnulaunum sínum í þrjá mánuði. Réttur þessi er sjálfstæður réttur og gengur ekki á veikindarétt starfsmanns.

Áunninn réttur
Starfsmaður sem öðlast hefur tveggja mánaða veikindarétt hjá einum vinnuveitanda heldur 10 daga veikindarétti ef hann ræður sig til nýs vinnuveitanda innan 12 mánaða. Starfsmaður sem öðlast hefur þriggja mánaða veikindarétt hjá einum vinnuveitanda heldur eins mánaðar veikindarétti ef hann ræður sig til nýs vinnuveitanda innan 12 mánaða. Betri rétt öðlast starfsmaður með samfelldu starfi hjá sama vinnuveitanda. Starfsmaður sem flutt hefur eins mánaðar rétt til nýs vinnuveitanda öðlast þannig tveggja mánaða rétt eftir þriggja ára samfellt starf hjá nýja vinnuveitandanum. Sjá nánar gr. 8.1.6. í kjarasamningi SA og RSÍ.

Starfsmaður sem hættir störfum en er endurráðinn til sama fyrirtækis innan nánar tilgreinds tíma heldur áunnum réttindum sínum, sbr. gr. 13.4. í kjarasamningi SA og RSÍ.

Launagreiðslur í veikindum
Í töflunni hér að ofan segir hvaða laun eru greidd á hvaða tímabili veikinda.

Föst laun
Með föstum launum er átt við dagvinnulaun auk fastrar reglubundinnar yfirvinnu. Yfirvinna í skilningi þessarar greinar telst föst og reglubundin hafi hún verið samfelld síðustu fjóra mánuði.

Dagvinnulaun
Með dagvinnulaunum er hér átt við föst laun fyrir vinnu á dagvinnutímabili, ásamt föstum aukagreiðslum öðrum en kostnaðargreiðslum.

Matvís

Um rétt félagsmanna í Matvís í veikinda- og slysatilfellum eru ákvæði í:

8. kafla kjarasamnings SA og Matvís

Á hverju 12 mánaða tímabili eiga sveinar rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum sem hér segir. Innvinnsla eftir eins árs starf miðast við samfellt starf hjá sama vinnuveitanda, sbr. þó ákvæði um flutning veikindaréttar frá öðrum atvinnurekanda, sjá hér neðar um áunnin réttindi.

<table>
    <tr>
        <td><p>Starfstími</p></td>
        <td><p>Lengd</p></td>
        <td><p>Laun</p></td>
    </tr>
    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Á fyrsta starfsári</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 dagar fyrir hvern unninn mánuð</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Föst laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 1 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mánuður</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Föst laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 3 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Föst laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 5 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">3 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 mán. föst laun
1 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>

</table>

Veikindarétturinn er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar sjúkdóms. Sjá nánar um útreikning veikindaréttar .

Ef um er að ræða vinnuslys, slys á beinni leið til eða frá vinnu eða atvinnusjúkdóm skal starfsmaður, auk réttar til launa í veikindum, halda dagvinnulaunum sínum í þrjá mánuði. Réttur þessi er sjálfstæður réttur og gengur ekki á veikindarétt starfsmanns.

Áunninn réttur
Starfsmaður sem öðlast hefur tveggja mánaða veikindarétt hjá einum vinnuveitanda heldur 10 daga veikindarétti ef hann ræður sig til nýs vinnuveitanda innan 12 mánaða. Starfsmaður sem öðlast hefur þriggja mánaða veikindarétt hjá einum vinnuveitanda heldur eins mánaðar veikindarétti ef hann ræður sig til nýs vinnuveitanda innan 12 mánaða. Betri rétt öðlast starfsmaður með samfelldu starfi hjá sama vinnuveitanda. Starfsmaður sem flutt hefur eins mánaðar rétt til nýs vinnuveitanda öðlast þannig tveggja mánaða rétt eftir þriggja ára samfellt starf hjá nýja vinnuveitandanum. Sjá nánar gr. 8.4. í kjarasamningi Matvís.

Starfsmaður sem hættir störfum en er endurráðinn til sama fyrirtækis innan nánar tilgreinds tíma heldur áunnum réttindum sínum, sbr. ákvæði viðkomandi kjarasamnings um áunnin réttindi.

Launagreiðslur í veikindum
Í töflunni hér að ofan segir hvaða laun eru greidd á hvaða tímabili veikinda.

Föst laun
Með föstum launum er átt við dagvinnulaun auk fastrar reglubundinnar yfirvinnu. Yfirvinna í skilningi þessarar greinar telst föst og reglubundin hafi hún verið samfelld síðustu fjóra mánuði.

Dagvinnulaun
Með dagvinnulaunum er hér átt við föst laun fyrir vinnu á dagvinnutímabili, ásamt föstum aukagreiðslum öðrum en kostnaðargreiðslum.

Grafía

Um rétt bókagerðarmanna í veikinda- og slysatilfellum eru ákvæði í:

4. kafla kjarasamnings SA og Grafíu

Á hverju 12 mánaða tímabili eiga sveinar rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum sem hér segir. Innvinnsla eftir eins árs starf miðast við samfellt starf hjá sama vinnuveitanda, sbr. þó ákvæði um flutning veikindaréttar frá öðrum atvinnurekanda, sjá hér neðar um áunnin réttindi.

<table>
    <tr>
        <td><p>Starfstími</p></td>
        <td><p>Lengd</p></td>
        <td><p>Laun</p></td>
    </tr>
    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Á fyrsta ári</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">3 dagar fyrir hvern unninn mánuð (þó að lágmarki 2 vikur eftir 2 vikna starf)</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Dagvinnukaup og meðaltal yfirvinnu (allt að 10 klst. á viku)</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 1 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">6 vikur</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Dagvinnukaup og meðaltal yfirvinnu (allt að 10 klst. á viku)</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 3 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Dagvinnukaup og meðaltal yfirvinnu (allt að 10 klst. á viku) í 7 vikur</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 5 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">3 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Dagvinnukaup og meðaltal yfirvinnu (allt að 10 klst. á viku) í 7 vikur</span></p></td>
    </tr>

</table>

Veikindarétturinn er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar sjúkdóms. Sjá nánar um útreikning veikindaréttar .

Ef um er að ræða vinnuslys, slys á beinni leið til eða frá vinnu eða atvinnusjúkdóm skal starfsmaður, auk réttar til launa í veikindum, halda dagvinnulaunum sínum í þrjá mánuði. Réttur þessi er sjálfstæður réttur og gengur ekki á veikindarétt starfsmanns.

Áunninn réttur
Starfsmaður sem unnið hefur 5 ár samfellt hjá einum vinnuveitanda heldur eins mánaðar veikindarétti ef hann ræður sig til nýs vinnuveitanda í sömu starfsgrein. Sjá nánar gr. 4.2.2. í kjarasamningi SA og Grafíu.

Starfsmaður sem hættir störfum en er endurráðinn til sama fyrirtækis innan nánar tilgreinds tíma heldur áunnum réttindum sínum, sbr. gr. 8.4. í kjarasamningi SA og Grafíu.

Hársnyrtar og snyrtifræðingar

Um rétt hársnyrta / snyrtifræðinga í veikinda- og slysatilfellum eru ákvæði í:

8. kafla kjarasamnings SA og Félags hársnyrtisveina

8. kafla kjarasamnings SA og FIT v. snyrtifræðinga

Á hverju 12 mánaða tímabili eiga sveinar rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum sem hér segir. Innvinnsla eftir eins árs starf miðast við samfellt starf hjá sama vinnuveitanda, sbr. þó ákvæði um flutning veikindaréttar frá öðrum atvinnurekanda, sjá hér neðar um áunnin réttindi.

<table>
    <tr>
        <td><p>Starfstími</p></td>
        <td><p>Lengd</p></td>
        <td><p>Laun</p></td>
    </tr>
    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Fyrstu 6 mánuði</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 dagar fyrir hvern unninn mánuð</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Full laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 6 mánuði</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mánuður</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Full laun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 2 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">2 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mán. full laun
1 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>

    <tr>
        <td><p><span value="table" data-span="label">Eftir 3 ár</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">3 mánuðir</span></p></td>
        <td><p><span value="table" data-span="label">1 mán. full laun
2 mán. dagvinnulaun</span></p></td>
    </tr>

</table>

Veikindarétturinn er heildarréttur á hverju 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar sjúkdóms. Sjá nánar um útreikning veikindaréttar .

Ef um er að ræða vinnuslys, slys á beinni leið til eða frá vinnu eða atvinnusjúkdóm skal starfsmaður, auk réttar til launa í veikindum, halda dagvinnulaunum sínum í þrjá mánuði. Réttur þessi er sjálfstæður réttur og gengur ekki á veikindarétt starfsmanns.

Áunninn réttur
Starfsmaður sem öðlast hefur þriggja mánaða veikindarétt hjá einum vinnuveitanda heldur eins mánaðar veikindarétti ef hann ræður sig til nýs vinnuveitanda innan 12 mánaða. Betri rétt öðlast starfsmaður með samfelldu starfi hjá sama vinnuveitanda. Starfsmaður sem flutt hefur eins mánaðar rétt til nýs vinnuveitanda öðlast þannig tveggja mánaða rétt eftir tveggja ára samfellt starf hjá nýja vinnuveitandanum. Sjá nánar gr. 8.1.1. í kjarasamningi.

Starfsmaður sem hættir störfum en er endurráðinn til sama fyrirtækis innan nánar tilgreinds tíma heldur áunnum réttindum sínum, sbr. gr. 11.2. í kjarasamningi.

Launagreiðslur í veikindum
Í töflunni hér að ofan segir hvaða laun eru greidd á hvaða tímabili veikinda.

Full laun
Full laun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss (staðgengilslaun).

Dagvinnulaun
Með dagvinnulaunum er hér átt við föst laun fyrir vinnu á dagvinnutímabili, ásamt föstum aukagreiðslum öðrum en kostnaðargreiðslum.

Verkstjórar

Verkstjórar hafa ekki sjálfstæð ákvæði í aðalkjarasamningi um veikindarétt. Um greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum skal farið eftir samningum undirmanna eftir því sem við á.

Sjómenn

Um rétt skipverja til greiðslu launa í slysa- eða veikindatilfellum gildir 36. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 , auk annarra ákvæða sjómannalaga og kjarasamninga.

Sjá nánar umfjöllun um slysa- og veikindagreiðslur á kjaravef SFS .

Háskólamenn

Réttur háskólamanna til launa í veikinda- og slysatilvikum er nokkuð mismunandi eftir kjarasamningum:

Háskólamenn í aðildarfélögum BHM
Um rétt til launa í veikinda- og slysatilfellum fer skv. 4. kafla kjarasamnings SA og aðildarfélaga BHM . Um er að ræða sama rétt og skrifstofufólk nýtur skv. kjarasamningi SA og VR/LÍV og er því vísað til umfjöllunar um verslunar- og skrifstofufólk hér að ofan.

Lyfjafræðingar
Um rétt lyfjafræðinga í apótekum til launa í veikinda- og slysatilfellum fer skv. 7. kafla kjarasamnings SA og LFÍ.

Veikindaréttur lyfjafræðinga er töluvert frábrugðinn því sem almennt gerist í kjarasamningum SA.

Verkfræðingar hjá FRV fyrirtækjum
Ekki er hér fjallað um veikindarétt starfsmanna verkfræðistofa sem falla undir kjarasamning VFÍ og Félags ráðgjafaverkfræðinga. SA eiga ekki aðild að þeim kjarasamningi og túlka hann því ekki nema að höfðu samráði við FRV.

Félag lykilmanna

Veikindaréttur félagsmanna í Félagi lykilmanna, sem samið hafa um að kjarasamningur SA og FLM sé lagður til grundvallar ráðningarsambandinu, byggir á sama grunni og réttur háskólamanna en þó með nokkrum frávikum.

Í stað tveggja mánaða réttar eftir eins árs starf er réttur hjá FLM þrír mánuðir. Launagreiðslur í vinnuslysa- og atvinnusjúkdómatilvikum miðast eftir eins árs starf við föst laun starfsmanns en ekki dagvinnulaun líkt og almennt gerist.

Til að mæta þessum viðbótarkostnaði getur atvinnurekandi skv. kjarasamningnum lækkað greiðslur til starfsmanns eftir þriggja mánaða veikindatímabil sem nemur launatryggingu sjúkrasjóðs FLM. Sjá nánar gr. 4.3. í kjarasamningnum og kynningarefni SA .