mest lesið á vefnum
hvað er á döfinni?
02. október 2025
02. október
kl. 15:00 - 17:00

Ársfundur atvinnulífsins 2025
Fimmtudaginn 2. október 2025 fer fram Ársfundur atvinnulífsins í Silfurbergi, Hörpu. Fundurinn er stærsti árlegi viðburður Samtaka atvinnulífsins. Yfirskriftin í ár er „Krafturinn sem knýr samfélagið“, þar sem rýnt er í áhrif útflutnings á hagvöxt, samkeppnishæfni og verðmætasköpun – og hvernig fyrirtæki, stjórnvöld og hagsmunaaðilar geta eflt kraftinn saman. Á dagskrá fundarins er: Ávarp frá Jóni Ólafi Halldórssyni, formanni SA Ávarp frá Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Krafturinn sem knýr samfélagið, erindi frá Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA Samræður á milli forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, og Baltasars Kormáks, kvikmyndaleikstjóra Pallborðsumræður í umsjón Sigtryggs Magnasonar með Daða Má Kristóferssyni, fjármála- og efnahagsráðherra Íslands, Jóni Sigurðssyni, forstjóra Stoða, og Róberti Wessman, forstjóra Alvotech The Outsider‘s Playbook: An Emerging Agenda for Export Brands. Fyrirlestur George Bryant, alþjóðlegs sköpunarstjóra hjá Golin Húsið opnar kl. 14:30 og dagskráin stendur frá kl. 15 til 17. Að loknum fundi er boðið upp á kokteila og ljúfa tóna. Við hvetjum gesti til að tryggja sér sæti sem fyrst.

Algengar spurningar
Get ég fengið aðstoð frá lögmanni með starfsmannamál?
Já, ef þú ert félagsmaður getur þú fengið lögfræðilega aðstoð við túlkun kjarasamninga og stjórn starfsmannamála, sem hafa að gera með ráðningar, uppsagnir, vinnutíma, veikindarétt, orlof og fleira. Þú getur sent tölvupóst á sa@sa.is, hringt í síma 591 0000 eða haft beint samband við þinn tengilið á vinnumarkaðssviði SA.
Hvar sæki ég um félagsaðild?
Hvar finn ég ráðningarsamninga?
Undir Eyðublöð hér á vefnum geta félagsmenn nálgast fjölbreytt form af ráðningarsamningum ásamt fylgiskjölum bæði á íslensku og ensku. Félagsmenn geta einnig fengið aðstoð við gerð ráðningarsamninga hjá lögmönnum vinnumarkaðssviðs SA.
Þarf ég að semja um fjarvinnu?
Já, ef það er samkomulag um að starfsmaður sinni reglulega eða alfarið utan starfstöðvar félagsins, t.d. á heimili sínu þarf að semja um fjarvinnu. Félagsmenn SA geta nálgast nánari umfjöllun um fjarvinnu hér á vinnumarkaðsvefnum auk sniðmáts að samkomulagi um fjarvinnu á íslensku og ensku undir „Eyðublöð“.
Hvernig get ég komið upplýsingum á framfæri til ykkar?
Það er keppikefli Samtaka atvinnulífsins að skapa fyrirtækjum landsins sem best umhverfi til þess að vaxa og dafna. Við tökum því öllum ábendingum fagnandi, hvort sem það lítur að innra starfi okkar eða hagsmunamáli fyrir þitt fyrirtæki. Þér er velkomið að hafa samband í 591 0000 eða senda póst á sa@sa.is.