Algengar spurningar
Get ég fengið aðstoð frá lögmanni með starfsmannamál?
Já, ef þú ert félagsmaður getur þú fengið lögfræðilega aðstoð við túlkun kjarasamninga og stjórn starfsmannamála, sem hafa að gera með ráðningar, uppsagnir, vinnutíma, veikindarétt, orlof og fleira. Þú getur sent tölvupóst á sa@sa.is, hringt í síma 591 0000 eða haft beint samband við þinn tengilið á vinnumarkaðssviði SA.
Hvar sæki ég um félagsaðild?
Hvar finn ég ráðningarsamninga?
Undir Eyðublöð hér á vefnum geta félagsmenn nálgast fjölbreytt form af ráðningarsamningum ásamt fylgiskjölum bæði á íslensku og ensku. Félagsmenn geta einnig fengið aðstoð við gerð ráðningarsamninga hjá lögmönnum vinnumarkaðssviðs SA.
Hvaða kjarabreytingar taka gildi 1. janúar 2022?
Hinn 1. janúar 2022 munu dagvinnulaun fyrir fullt starf skv. kjarasamningum hækka um 25.000 kr. en kjör þeirra sem eru með hærri laun en skv. taxta kjarasamnings um 17.250 kr.- Í kaupgjaldaskrá SA má svo nálgast upplýsingar um kjarasamningsbundin launakjör á almennum vinnumarkaði.
Iðnaðarmenn geta að sama skapi kosið um vinnutímastyttingu skv. kjarasamningi niður í 36 klst. og 15 mínútur í virkan vinnutíma á viku sem tekur gildi um þarnæstu mánaðarmót frá því að kosning fer fram. Sjá nánar um vinnutímastyttingu iðnaðarmanna hér en þar má m.a. nálgast reiknivél á virkum vinnutíma, upptöku af kynningarfundi auk svör við algengum spurningum.
Geta atvinnurekendur krafist þess að starfsfólk láti bólusetja sig?
Félagsmenn geta nálgast ráðgjöf við þeirri spurningu og fleiri er varða bólusetningar vegna covid-19 og úrræði atvinnurekanda hér á vinnumarkaðsvef SA. Ef eitthvað er óljóst er félagsmönnum ráðlagt að hafa samband við lögmenn á vinnumarkaðssviði SA.
Þarf ég að semja um fjarvinnu?
Já, ef það er samkomulag um að starfsmaður sinni reglulega eða alfarið utan starfstöðvar félagsins, t.d. á heimili sínu þarf að semja um fjarvinnu. Félagsmenn SA geta nálgast nánari umfjöllun um fjarvinnu hér á vinnumarkaðsvefnum auk sniðmáts að samkomulagi um fjarvinnu á íslensku og ensku undir „ Eyðublöð “.
Hvernig get ég komið upplýsingum á framfæri til ykkar?
Það er keppikefli Samtaka atvinnulífsins að skapa fyrirtækjum landsins sem best umhverfi til þess að vaxa og dafna. Við tökum því öllum ábendingum fagnandi, hvort sem það lítur að innra starfi okkar eða hagsmunamáli fyrir þitt fyrirtæki. Þér er velkomið að hafa samband í 591 0000 eða senda póst á sa@sa.is .