22. janúar 2025
22. janúar
kl. 9:00
Fræðslufundur um viðurlagaákvæði vinnuverndarlaga
Þann 1. janúar sl. tóku gildi veigamiklar breytingar á vinnuverndarlögum. Með breytingunum er Vinnueftirlitinu meðal annars veitt heimild til að leggja á stjórnvaldssekt fyrir brot á tilteknum ákvæðum laganna. Það er samstarfsverkefni atvinnurekanda og starfsfólks að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Til þess að svo geti verið þarf m.a. að greina þá áhættuþætti sem falist geta í vinnuumhverfinu og framkvæma skriflegt áhættumat. Þann 22. janúar n.k. kl. 9:00 munu lögmenn vinnumarkaðssviðs SA eiga fræðslufund á Zoom með félagsmönnum þar sem farið verður yfir viðurlagaákvæði vinnuverndarlaga auk þess sem farið verður yfir helstu reglur sem atvinnurekendur verða að hafa í huga í tengslum við vinnuvernd. Þá verður spurningum svarað. Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna. Athugið! Aðeins aðildarfyrirtæki SA geta sótt fræðslu- og upplýsingafundi samtakanna. Skráning á fundinn fer fram hér.
24. janúar 2025
24. janúar
kl. 10:00
Upplýsingafundur um innleiðingu á inngildandi vinnustaðamenningu
Föstudaginn 24. janúar kl. 10 verður Vinnumálastofnun með kynningarfund um Unndísi sem er verkfæri/leiðarvísir með innbyggðu matskerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir og styður við innleiðingu á inngildandi vinnustaðamenningu að teknu tilliti til fólks með mismikla starfsgetu. Haustið 2025 taka gildi breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem fela í sér nýja hugsun sem ætlað er að leiði af sér meiri hvata til atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Aukin atvinnuþátttaka þessa hóps kallar á fjölgun hlutastarfa á vinnumarkaði. Markmið Unndísar er að styðja með afgerandi hætti við fyrirtæki með ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgd svo fjölgun hlutastarfa verði að veruleika. Vinnumálastofnun hefur verið falið að leiða Unndísi með það að markmiði að ná til sem flestra fyrirtækja og stofnana. Á fundinum verður farið yfir hvað þátttaka fyrirtækja í Unndísi felur í sér og hvaða stuðning Vinnumálastofnun veitir við innleiðinguna. Fulltrúar frá Öryrkjabandalagi Íslands verða einnig með innlegg á fundinum. Félagsmönnum SA stendur til boða að taka þátt í fundinum í gegnum streymi. Athugið! Aðeins aðildarfyrirtæki SA geta sótt fræðslu- og upplýsingafundi samtakanna. Skráning á fundinn fer fram hér.
11. febrúar 2025
11. febrúar
kl. 09:00 - 12:00
Menntadagur atvinnulífsins
Menntadagur atvinnulífsins er árlegur viðburður þar sem menntamál eru í brennidepli. Fundurinn er haldinn á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Þá eru hin árlegu menntaverðlaun atvinnulífsins veitt í tveimur flokkum. Opið er fyrir tilnefningar til 28. janúar og tilnefningar berist hér. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Hér má horfa á Menntadag atvinnulífsins 2024: