Uppsögn og starfslok
Við uppsögn starfsmanns er mikilvægt að vinnuveitandi kynni sér þær reglur sem gilda um uppsagnir. Hafa má eftirfarandi gátlista til hliðsjónar:
- Hvaða kjarasamningur gildir um uppsagnarfrest?
- Hver er uppsagnarfrestur starfsmanns skv. kjarasamningi eða eftir atvikum ráðningarsamningi?
- Er ráðningarsamningur tímabundinn og án uppsagnarákvæða?
- Nýtur starfsmaður lengri uppsagnarfrests vegna lífaldurs og starfsaldurs?
- Hefur orlofstaka áhrif á lengd uppsagnarfrests?
- Er uppsögnin háð takmörkunum í lögum?
- Hefur starfsmaður tilkynnt um töku fæðingar- eða foreldraorlofs?
- Fyrir hvaða tíma þarf uppsögn að berast?
- Hvað ef starfsmaður neitar að taka á móti uppsagnarbréfi?
- Er rétt að leysa starfsmann undan vinnuskyldu að hluta eða öllu leyti? Hvað ef starfsmaður fer í annað starf á uppsagnartímanum?
- Hvernig á að bregðast við ef starfsmaður óskar eftir viðtali um ástæður uppsagnar?
- Er um hópuppsögn að ræða?
- Er um brot í starfi að ræða sem réttlætir uppsögn án launaðs uppsagnarfrests (riftun)?
- Er ástæða til að gera starfslokasamning?
Ef vinnuveitandi telur nauðsynlegt að láta starfsmann hætta fyrirvaralaust er rétt að leita fyrst ráðgjafar hjá lögfræðingi SA.