Trúnaðarmenn
Trúnaðarmaður er starfsmaður sem kosinn er til trúnaðarstarfa af samstarfsmönnum, sem aðild eiga að sama stéttarfélagi og tilnefndur er til starfans af hlutaðeigandi félagi.
Trúnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki í þágu starfsmanna og sem tengiliðir milli þeirra og stjórnenda fyrirtækis. Því skiptir starfsmenn og fyrirtæki máli að hæfir starfsmenn veljist til trúnaðarmannastarfa og þeir ræki skyldur sínar í samræmi við lög og kjarasamninga.
Um öryggistrúnaðarmenn er fjallað í umfjöllun um öryggistrúnaðarmenn og – verði.