12. febrúar 2025

Kynslóðir taki höndum saman á tímamótum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kynslóðir taki höndum saman á tímamótum

Líf og fjör á Menntadegi atvinnulífsins

Menntadagur atvinnulífsins fór fram með pomp og prakt í gær undir yfirskriftinni Störf á tímamótum . Menntadagurinn er árlegt samstarfsverkefni SA og allra aðildarsamtaka þar sem fræðslu- og menntamál atvinnulífsins eru í forgrunni.

Meðal dagskrárliða var erindi Sigríðar Margrétar Oddsdóttur sem fór yfir glænýjar niðurstöður Gallup um færniþörf á vinnumarkaði. Þá fögnuðu fundargestir 25 ára afmæli starfsmenntasjóðanna og hlýddu á Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem ræddi stöðu menntunar við Skapta Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúa SAF. Forsetinn ræddi meðal annars um mikilvægi skapandi greina og skoraði á ólíkar kynslóðir að miðla þekkingu sín á milli.

Loks voru menntaverðlaun atvinnulífsins afhent við mikinn fögnuð verðlaunahafa og viðstaddra. Að lokinni formlegri dagskrá tóku við spennandi málstofur þar sem fjölbreytt fyrirtæki miðluðu árangri sínum í fræðslu- og menntamálum. Hægt er að horfa á upptöku frá menntadeginum hér .

Hér fyrir neðan má sjá líflegt myndasafn frá Menntadeginum.

Samtök atvinnulífsins