27. mars 2025

Kallað eftir skilvirku samkeppnisumhverfi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kallað eftir skilvirku samkeppnisumhverfi

Í morgun fór fram áhugaverður fundur um samkeppnismál á Hilton Reykjavík Nordica sem bar yfirskriftina Eflum samkeppni – aukum skilvirkni . Fundurinn var haldinn á vegum Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við SA, SAF, SAMORKU, SFF, SFS, SI, SVÞ og Viðskiptaráð.

Ása S. Hallsdóttir, yfirlögfræðingur samkeppnismála Volvo í Svíþjóð, stýrði fundinum og hófst hann með opnunarávarpi frá Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Eftir ávarp hennar tóku við þrjú áhugaverð erindi frá sérfræðingum um samkeppnismál. Antoine Winckler, yfirráðgjafi hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton, steig fyrstur upp í pontu með erindi um hvað virkar og hvað ekki í málsmeðferðargreiningum samrunaeftirlits ESB. Á eftir honum flutti Katie Curry, hagfræðingur og meðeigandi hjá RBB Economics, erindi um misvísandi forgangsröðun samrunaeftirlita. Síðasta erindið átti Heimir Örn Herbertsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti við Háskólann í Reykjavík og hæstaréttarlögmaður, um stöðu samkeppnismála á Íslandi með fróðleik fyrri erinda til hliðsjónar.

Í lokin fóru fram pallborðsumræður framsögumanna ásamt Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, undir stjórn fundarstjóra sem tók einnig við spurningum úr sal. Þátttakendur tókust á um fjölbreytt mál sem varða samkeppnishæfni á Íslandi og fylgdust gestir fundarins spennt með umræðunni.

Samtök atvinnulífsins