Uppsagnarfrestur

Uppsagnarfrestur starfsmanna er mislangur eftir því hvert starfssvið þeirra er og hvaða kjarasamningur gildir um störf þeirra. Við mat á lengd uppsagnarfrests þarf að gæta að nokkrum þáttum:

  • Hvaða kjarasamningur gildir um starfið? Kjarasamningar starfsgreinar ákvarða lágmarkskjör.
  • Hefur verið samið um betri rétt til handa launamanni í ráðningarsamningi?
  • Tímabundnum samningi verður ekki sagt upp nema samið hafi verið um uppsagnarheimild.
  • Mismunandi er milli kjarasamninga hvort uppsagnarfrestur ávinnst með "samfelldu starfi" eða leggja skuli saman starfstímabil.
  • Gæta þarf ákvæða um áunnin réttindi við endurráðningu til sama vinnuveitanda.
  • Starfsmaður sem náð hefur 55 ára aldri á almennt 4 - 6 mánaða uppsagnarfrest hafi hann unnið 10 ár samfellt hjá sama vinnuveitanda.
  • Ef heimilt er að rifta ráðningu vegna brota í starfi (almennt að undangenginni áminningu) fellur niður réttur til launaðs uppsagnartíma.

Uppsagnarfrestur einstakra starfshópa:

Verslunar- og skrifstofufólk (VR / LÍV)

Ákvæði um uppsagnarfrest eru í 12. kafla kjarasamnings SA og VR / LÍV

Starfstími Uppsagnarfrestur

Fyrstu 3 mánuði hjá sama vinnuveitanda 1 vika (ekki m.v. vikumót)
Eftir 3 mánuði hjá sama vinnuveitanda 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 6 mánuði hjá sama vinnuveitanda 3 mánuðir m.v. mánaðamót

Í kjarasamningnum er kveðið á um lengri uppsagnarfrest við starfslok starfsmanna sem náð hafa ákveðnum lífaldri og samfelldum starfsaldri hjá sama vinnuveitanda. Skilyrði um lífaldur og starfsaldur þurfa bæði að vera uppfyllt. Ákvæðið nær einungis til uppsagnar af hálfu vinnuveitanda. Starfsmaðurinn getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Eftir 10 ára samfellt starf og 55 ára aldur Fjórir mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 60 ára aldur Fimm mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 63 ára aldur Sex mánuðir m.v. mánaðamót

Ef einungis er sagt upp yfirvinnu, launauppbót e.þ.h. gildir almennur uppsagnarfrestur.

Verkafólk (SGS-Starfsgreinasambandið og Efling)

Ákvæði um uppsagnarfrest eru í 12. kafla kjarasamnings SA og Starfsgreinasambandsins / Eflingar.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Fyrstu tvær vikur í starfi Enginn uppsagnarfrestur
Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama v.veitanda 12 almanaksdagar
Eftir 3 mánuði samfellt starf hjá sama vinnuveitanda 1 mánuðu r m.v. mánaðamót
Eftir 2 ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda 2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 3 ára samfellt starf hjá sama vinnuveitanda 3 mánuðir m.v. mánaðamót

Í kjarasamningnum er kveðið á um lengri uppsagnarfrest við starfslok starfsmanna sem náð hafa ákveðnum lífaldri og samfelldum starfsaldri hjá sama vinnuveitanda. Skilyrði um lífaldur og starfsaldur þurfa bæði að vera uppfyllt. Ákvæðið nær einungis til uppsagnar af hálfu vinnuveitanda. Starfsmaðurinn getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Eftir 10 ára samfellt starf og 55 ára aldur Fjórir mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 60 ára aldur Fimm mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 63 ára aldur Sex mánuðir m.v. mánaðamót

Ef einungis er sagt upp yfirvinnu, launauppbót e.þ.h. gildir almennur uppsagnarfrestur.

Bygginga- og málmiðnaðarmenn (Samiðn)

Ákvæði um uppsagnarfrest eru í 12. kafla kjarasamnings SA og Samiðnar.

SAMEIGINLEG ÁKVÆÐI SAMIÐNAÐARMANNA:

Tímabundin ráðning – styttri uppsagnarfrestur
Heimilt er að ráða starfsmenn tímabundið eða til ákveðins verkefnis. Slík ráðning má þó ekki vera til lengri tíma en þriggja mánaða. Slíku ráðningarsambandi má segja upp með tveggja vikna fyrirvara m.v. vikumót. Hentugt getur verið að hafa slíkt form á við nýráðningar starfsmanna sem unnið hafa lengur en ár í starfsgrein. Þá er starfsmaður ráðinn tímabundið með skriflegum samningi til allt að þriggja mánaða með heimild til uppsagnar á ráðningartímanum.

„Ráðning er tímabundin til þriggja mánaða og lýkur þá ráðningu án sérstakrar uppsagnar. Heimilt er á tímabilinu að segja samningnum upp með tveggja vikna fyrirvara m.v. vikumót.”

Uppsögn yfirvinnu
Sérákvæði gilda um uppsögn reglubundinnar yfirvinnu, sbr. gr. 2.2.2. í kjarasamningi SA og Samiðnar. Uppsagnarfrestur er enginn fyrstu tvo mánuðina sem yfirvinna stendur reglubundið en tvær vikur eftir það. Ekki er krafist fyrirvara ef um óviðráðanlegar orsakir er að ræða. Efnisskortur telst í þessu sambandi ekki til óviðráðanlegra orsaka.

Langur líf- og starfsaldur við starfslok
Í kjarasamningnum er kveðið á um lengri uppsagnarfrest við starfslok starfsmanna sem náð hafa ákveðnum lífaldri og samfelldum starfsaldri hjá sama vinnuveitanda. Skilyrði um lífaldur og starfsaldur þurfa bæði að vera uppfyllt . Ákvæðið nær einungis til uppsagnar af hálfu vinnuveitanda. Starfsmaðurinn getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Eftir 10 ára samfellt starf og 55 ára aldur Fjórir mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 60 ára aldur Fimm mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 63 ára aldur Sex mánuðir m.v. mánaðamót

Ákvæði kjarasamnings byggingamanna um flutning réttinda milli vinnuveitenda nær ekki til þessarar sérreglu um lengdan uppsagnarfrest, enda forsenda að starfsmaður hafi starfað í 10 ár samfellt hjá sama vinnuveitanda.

Ef einungis er sagt upp yfirvinnu, launauppbót e.þ.h. gildir almennur uppsagnarfrestur.

BYGGINGARMENN

Starfstími Uppsagnarfrestur

Á fyrsta ári í starfsgrein 2 vikur m.v. vikumót
Eftir 1 ár í starfsgrein 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár í starfsgrein 2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 5 ár í starfsgrein 3 mánuðir m.v. mánaðamót

ATH. Hætti byggingamaður í Samiðn í starfsgrein sinni í eitt ár fær hann áunnin rétt til uppsagnarfrests eftir eins mánaðar starf. Hætti hann í þrjú ár falla áunnin réttindi niður.

MÁLMIÐNAÐARMENN

Starfstími Uppsagnarfrestur

Á fyrsta ári í starfsgrein 2 vikur m.v. vikumót
Eftir 1 ár í starfsgrein 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár í starfsgrein 2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 5 ár í sama fyrirtæki 3 mánuðir m.v. mánaðamót

STARFSMENN ÁN SVEINSPRÓFS

Starfstími Uppsagnarfrestur

Á fyrsta ári í starfsgrein 2 vikur m.v. vikumót
Eftir 1 ár í starfsgrein 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár samfellt í sama fyrirtæki 2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 5 ár samfellt í sama fyrirtæki 3 mánuðir m.v. mánaðamót

Vélstjórar og málmtæknimenn (VM)

Ákvæði um uppsagnarfrest eru í 12. kafla kjarasamnings SA og VM.

Tímabundin ráðning – styttri uppsagnarfrestur
Heimilt er að ráða starfsmenn tímabundið eða til ákveðins verkefnis. Slík ráðning má þó ekki vera til lengri tíma en þriggja mánaða. Slíku ráðningarsambandi má segja upp með tveggja vikna fyrirvara m.v. vikumót. Hentugt getur verið að hafa slíkt form á við nýráðningar starfsmanna sem unnið hafa lengur en ár í starfsgrein. Þá er starfsmaður ráðinn tímabundið með skriflegum samningi til allt að þriggja mánaða með heimild til uppsagnar á ráðningartímanum.

„Ráðning er tímabundin til þriggja mánaða og lýkur þá ráðningu án sérstakrar uppsagnar. Heimilt er á tímabilinu að segja samningnum upp með tveggja vikna fyrirvara m.v. vikumót.”

Uppsögn yfirvinnu
Sérákvæði gilda um uppsögn reglubundinnar yfirvinnu, sbr. gr. 2.2.2. í kjarasamningi SA og VM. Uppsagnarfrestur er enginn fyrstu tvo mánuðina sem yfirvinna stendur reglubundið en tvær vikur eftir það. Ekki er krafist fyrirvara ef um óviðráðanlegar orsakir er að ræða. Efnisskortur telst í þessu sambandi ekki til óviðráðanlegra orsaka.

Langur líf- og starfsaldur
Í kjarasamningnum er kveðið á um lengri uppsagnarfrest við starfslok starfsmanna sem náð hafa ákveðnum lífaldri og samfelldum starfsaldri hjá sama vinnuveitanda. Skilyrði um lífaldur og starfsaldur þurfa bæði að vera uppfyllt. Ákvæðið nær einungis til uppsagnar af hálfu vinnuveitanda. Starfsmaðurinn getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Eftir 10 ára samfellt starf og 55 ára aldur Fjórir mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 60 ára aldur Fimm mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 63 ára aldur Sex mánuðir m.v. mánaðamót

Ef einungis er sagt upp yfirvinnu, launauppbót e.þ.h. gildir almennur uppsagnarfrestur.

MÁLMIÐNAÐARMENN OG VÉLSTJÓRAR

Starfstími Uppsagnarfrestur

Á fyrsta ári í starfsgrein 2 vikur m.v. vikumót
Eftir 1 ár í starfsgrein 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár í starfsgrein 2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 5 ár í sama fyrirtæki 3 mánuðir m.v. mánaðamót

STARFSMENN ÁN SVEINSPRÓFS

Starfstími Uppsagnarfrestur

Á fyrsta ári í starfsgrein 2 vikur m.v. vikumót
Eftir 1 ár í starfsgrein 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár samfellt í sama fyrirtæki 2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 5 ár samfellt í sama fyrirtæki 3 mánuðir m.v. mánaðamót

Rafiðnaðarmenn (RSÍ)

Ákvæði um uppsagnarfrest eru í 13. kafla kjarasamnings SA og RSÍ.

Hafi rafðinaðarmaður verið ráðinn til ákveðins tíma (tímabundin ráðning) þarf ekki uppsagnarfrest nema hann hafi unnið fjórar vikur eða lengur samfleytt.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Við ráðningu , nema hún sé tímabundin 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár samfellt hjá sama vinnuveitanda 2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 5 ár samfellt hjá sama vinnuveitanda 3 mánuðir m.v. mánaðamót

Langur líf- og starfsaldur
Í kjarasamningnum er kveðið á um lengri uppsagnarfrest við starfslok starfsmanna sem náð hafa ákveðnum lífaldri og samfelldum starfsaldri hjá sama vinnuveitanda. Skilyrði um lífaldur og starfsaldur þurfa bæði að vera uppfyllt. Ákvæðið nær einungis til uppsagnar af hálfu vinnuveitanda. Starfsmaðurinn getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Eftir 10 ára samfellt starf og 55 ára aldur Fjórir mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 60 ára aldur Fimm mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 63 ára aldur Sex mánuðir m.v. mánaðamót

Ef einungis er sagt upp yfirvinnu, launauppbót e.þ.h. gildir almennur uppsagnarfrestur.

Matvís

Ákvæði um uppsagnarfrest eru í 12. kafla kjarasamnings SA og Matvís (bakarar, kjötiðnaðarmenn, þjónar og kokkar)

Starfstími Uppsagnarfrestur

Fyrsta mánuðinn hjá sama vinnuveitanda Enginn uppsagnarfrestur
Eftir 1 mánuð hjá sama vinnuveitanda 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 1 ár hjá sama vinnuveitanda 2 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 2 ár hjá sama vinnuveitanda 3 mánuðir m.v. mánaðamót

Langur líf- og starfsaldur
Í kjarasamningnum er kveðið á um lengri uppsagnarfrest við starfslok starfsmanna sem náð hafa ákveðnum lífaldri og samfelldum starfsaldri hjá sama vinnuveitanda. Skilyrði um lífaldur og starfsaldur þurfa bæði að vera uppfyllt. Ákvæðið nær einungis til uppsagnar af hálfu vinnuveitanda. Starfsmaðurinn getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Eftir 10 ára samfellt starf og 55 ára aldur Fjórir mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 60 ára aldur Fimm mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 63 ára aldur Sex mánuðir m.v. mánaðamót

Ef einungis er sagt upp yfirvinnu, launauppbót e.þ.h. gildir almennur uppsagnarfrestur.

Bókagerðarmenn (Grafía)

Ákvæði um uppsagnarfrest eru í 8. kafla (gr. 8.8.) kjarasamnings SA og Grafíu.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Fyrstu tvær vikur í starfi Enginn uppsagnarfrestur
Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama vinnuv. Ein vika
Eftir 3 mánuði samfellt hjá sama vinnuveitanda 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 2 ár samfellt hjá sama vinnuveitanda 2 mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár samfellt hjá sama vinnuveitanda 3 mánuðir m.v. mánaðamót

Lengri líf- og starfsaldur
Í kjarasamningnum er kveðið á um lengri uppsagnarfrest við starfslok starfsmanna sem náð hafa ákveðnum lífaldri og samfelldum starfsaldri hjá sama atvinnurekanda. Á það einnig við ef starfsmaður nær tilskildum aldri á uppsagnartímanum. Skilyrði um lífaldur og starfsaldur þurfa bæði að vera uppfyllt. Ákvæðið nær einungis til uppsagnar af hálfu atvinnurekanda. Starfsmaðurinn getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Eftir 10 ára samfellt starf og 55 ára aldur Fjórir mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 60 ára aldur Fimm mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 63 ára aldur Sex mánuðir m.v. mánaðamót

Ef einungis er sagt upp yfirvinnu, launauppbót e.þ.h. gildir almennur uppsagnarfrestur.

Verkstjórar

Ákvæði um uppsagnarfrest eru í 10. kafla kjarasamnings SA og Sambands stjórnendafélaga.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Eftir 1 mánaðar starf hjá sama vinnuveitanda 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 1 árs starf hjá sama vinnuveitanda 3 mánuðir m.v. mánaðamót

Uppsagnarfrestur á starfi verkstóra í félagi innan VSSÍ er 6 mánuðir eftir 15 ára verkstjórastarf hjá sama vinnuveitanda.

Lengri líf- og starfsaldur
Í kjarasamningnum er kveðið á um lengri uppsagnarfrest við starfslok starfsmanna sem náð hafa ákveðnum lífaldri og samfelldum starfsaldri hjá sama vinnuveitanda. Skilyrði um lífaldur og starfsaldur þurfa bæði að vera uppfyllt. Ákvæðið nær einungis til uppsagnar af hálfu vinnuveitanda. Starfsmaðurinn getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Eftir 10 ára samfellt starf og 55 ára aldur Fjórir mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 60 ára aldur Fimm mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 63 ára aldur Sex mánuðir m.v. mánaðamót

Ef einungis er sagt upp yfirvinnu, launauppbót e.þ.h. gildir almennur uppsagnarfrestur.

Háskólamenn

Ákvæði um uppsagnarfrest eru í

5. kafla (gr. 5.3) kjarasamnings SA og aðilarfélaga BHM

5. kafla (gr. 5.3) kjarasamnings SA og Félags ísl. hjúkrunarfræðinga

5. kafla (gr. 5.3) kjarasamnings SA og félaga verk-, tækni-, bygginga- og tölvunarfræðinga

(Önnur ákvæði gilda um lyfjafræðinga, sjá 12. kafla kjarasamnings )

Starfstími Uppsagnarfrestur

Fyrstu 3 mánuði hjá sama vinnuveitanda 1 vika (ekki m.v. vikumót)
Eftir 3 mánuði hjá sama vinnuveitanda 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 6 mánuði hjá sama vinnuveitanda 3 mánuðir m.v. mánaðamót

Heimilt er að semja um lengri reynslutíma, allt að 6 mánuði, og að gagnkvæmur uppsagnarfrestur sé ein vika á því tímabili. Einnig er heimilt að semja svo um að þriggja mánaða uppsagnarfrestur taki fyrst gildi eftir eins árs samfellt starf.

Lengri líf- og starfsaldur
Í kjarasamningnum er kveðið á um lengri uppsagnarfrest við starfslok starfsmanna sem náð hafa ákveðnum lífaldri og samfelldum starfsaldri hjá sama vinnuveitanda. Skilyrði um lífaldur og starfsaldur þurfa bæði að vera uppfyllt. Ákvæðið nær einungis til uppsagnar af hálfu vinnuveitanda. Starfsmaðurinn getur sagt upp starfi sínu með þriggja mánaða fyrirvara.

Starfstími Uppsagnarfrestur

Eftir 10 ára samfellt starf og 55 ára aldur Fjórir mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 60 ára aldur Fimm mánuðir m.v. mánaðamót
Eftir 10 ára samfellt starf og 63 ára aldur Sex mánuðir m.v. mánaðamót

Ef einungis er sagt upp yfirvinnu, launauppbót e.þ.h. gildir almennur uppsagnarfrestur.