Vinnumarkaðsvefur

Starfsmannamál

Eitt mikilvægasta verkefni vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins er að veita aðildarfyrirtækjum SA ráðgjöf vegna kjara- og starfsmannamála og stuðla að því að rétt sé staðið að ráðningum og uppsögnum, gerð samninga, uppgjöri launa o.s.frv.

Vandaður ráðningarsamningur og rétt túlkun kjarasamninga getur komið í veg fyrir ágreining á vinnustað og óþarfa kostnað. Góð og rétt framkvæmd uppsagna getur að sama skapi lágmarkað neikvæð áhrif fyrir viðkomandi starfsmann, fyrirtækið og starfsmenn þess.

Mikilvægt er að þeir sem koma að starfsmannamálum þekki vel efni þeirra kjarasamninga sem ná til starfseminnar og kynni sér fræðsluefni á þessum vef SA. Félagsmenn SA hafa hér aðgang að ráðningarformum og öðrum formum sem tryggt geta góða framkvæmd.

Ef félagsmenn eru í vafa um rétta framkvæmd þá er rétt að leita liðsinnis lögmanna SA, annað hvort með því að hafa samband í síma 591-0000 eða senda fyrirspurn í gegn um Þínar síður. Ráðgjöf lögmanna SA er innifalin í árgjöldum aðildarfyrirtækja.