Vinnumarkaðsvefur

Störf trúnaðarmanna

Laun
Samkvæmt kjarasamningum er trúnaðarmönnum í samráði við verkstjóra heimilt án launaskerðingar að verja eftir því sem þörf krefur tíma til trúnaðarmannastarfans á vinnustaðnum. Önnur störf í þágu stéttarfélagsins veita ekki rétt til launa.

Fundur á vinnustað
Trúnaðarmönnum er heimilt að boða til fundar á vinnustað tvisvar á ári í vinnutíma og skulu fundirnir hefjast einni klst. fyrir lok dagvinnutíma eftir því sem við verður komið. Fundi skal boða í samráði við stjórnendur fyrirtækisins með 3 daga fyrirvara. Sé fundarefni mjög brýnt og í beinum tengslum við vandamál á vinnustaðnum nægir eins dags fyrirvari. Heimild til að halda fundi í vinnutíma er þó ekki skv. kjarasamningum SA við félög háskólamanna.

Kvartanir
Trúnaðarmaður skal bera kvartanir verkamanna upp við verkstjóra eða aðra stjórnendur fyrirtækisins áður en leitað er til annarra aðila.