Kjarasamningur við RSÍ - Rafiðnaðarsamband Íslands
RSÍ: Almennur kjarasamningur fyrir sveina og nema í rafiðngreinum (m.a. rafvirkjar og rafeindavirkjar) annars vegar og tæknigreinasamningur milli SA og RSÍ vegna FTF hins vegar.
Heildarkjarasamningar 2024-2028
Undirritaðir kjarasamningar 2024
Undirritaður kjarasamningur 2022
Eldri samningar
Kynningarefni
Deilitölur kjarasamnings RSÍ
Með upptöku virks vinnutíma í kjarasamningum iðnaðarmanna 1. apríl 2020 og vinnutímastyttingu eru nokkrar deilitölur dagvinnutímakaups í gildi.
Kjarasamningurinn miðar við deilitöluna 160 en þar sem þorri iðnaðarmanna mun fá vinnutímastyttingu í upphafi árs 2022 í samræmi við gr. 5.13. í kjarasamningi þá miðast dagvinnutímakaup í kaupgjaldsskrá SA fyrir árið 2022 við 36,25 klst. vinnuviku og deilitöluna 157,08.
Deilitala dagvinnutímakaups hjá atvinnurekanda ræðst af því hversu marga dagvinnutíma hann greiðir starfsmönnum á viku:
1) 156 er deilitalan þar sem samið hefur verið um 36 klst. virkar vinnustundir á viku samhliða niðurfellingu kaffíma á grundvelli gr. 5.11. í kjarasamningi um fyrirtækjaþátt.
2) 157,08 er deilitalan þar sem kaffitímar eru enn teknir og vinnuvikan er 36 klst. og 15 mínútur (36,25 klst.) sbr. gr. 5.13 í kjarasamningi.
3) 160 er deilitalan þar sem greitt er m.v. virkan vinnutíma en vinnutímastytting ekki komin til framkvæmda, þ.e. vinnuvikan 37 virkar stundir.
4) 169,72 er deilitalan þar sem enn er greitt fyrir kaffitíma, eins og gert var fyrir upptöku virks vinnutíma 1. apríl 2020, en vinnutímastytting skv. gr. 5.13. er komin til framkvæmda.
5) 173,33 er deilitalan þar sem enn er greitt fyrir kaffitíma, eins og gert var fyrir upptöku virks vinnutíma 1. apríl 2020, og vinnutímastytting skv. gr. 5.13. er ekki komin til framkvæmda.
Ef fyrirtæki hefur ekki enn tekið upp virkan vinnutíma við greiðslu tímakaups er mælt með að fylgt sé ráðgjöf SA um samkomulag á vinnustað, sjá umfjöllun um virkan vinnutíma iðnaðarmanna.