Veikindaréttur
Starfsmaður getur í vissum tilvikum átt rétt til launa þótt hann inni ekki vinnuframlag af hendi.
Í kjarasamningum er kveðið á um rétt starfsmanns til launa úr hendi vinnuveitanda ef hann verður óvinnufær vegna veikinda eða slyss.
Kjarasamningar kveða einnig á um rétt starfsmanns til launa verði hann að sinna veikum börnum .
Hér á vefnum er fjallað ítarlega um skilyrði þess að starfsmenn eigi rétt til launa í fjarvistum.
Í kafla um orlof er fjallað um veikindi í orlofi og í aðdraganda orlofstöku.
Forfallist starfsmaður vegna veikinda eða slyss þarf vinnuveitandi að kanna hvort starfsmaður eigi rétt til launa og ef svo er hversu lengi.
Vinnuveitandi þarf að hafa eftirfarandi atriði í huga :
- Hversu langan veikindarétt hefur starfsmaður áunnið sér?
- Er starfsmaður óvinnufær vegna veikinda / slyss?
- Hvaða laun á að greiða í fjarvistum?
- Fjarvistir vegna læknisrannsókna, tannlækninga, áfengismeðferðar og valkvæðra aðgerða falla almennt utan greiðsluskyldu.
- Hefur starfsmaður fyrirgert rétti til launa með gáleysi sínu?
- Var um tilkynningarskylt vinnuslys að ræða?
- Er rétt að kalla eftir læknisvottorði til að staðfesta óvinnufærni vegna sjúkdóms / slyss.
- Er ástæða til að óska eftir umsögn trúnaðarlæknis um vottorð?
- Á vinnuveitandi hugsanlega endurkröfurétt á tjónvald eða tryggingafélag hans?
Um þessa þætti og önnur álitaefni er fjallað hér á vefnum.