Fæðingar-/foreldraorlof
Foreldrum er samkvæmt lögum nr. 144/2020 um fæðingar- og foreldraorlof veitt tiltekin réttindi við fæðingu barns. Má þar einkum nefna rétt til leyfis frá launuðum störfum og rétt til greiðslna frá Fæðingarorlofssjóði í fæðingarorlofi að tilteknum skilyrðum uppfylltum.
Mikilvægt er að atvinnurekendur þekki ákvæði laganna um uppsagnarvernd og rétt til að koma aftur í starf að loknu fæðingarorlofi. Fjallað er um þau ákvæði laganna og dómaframkvæmd hér á vefnum.