Sjálfbærni og samfélagsábyrgð
Tenging árangurs í umhverfis- og sjálfbærnimálum við lækkun kostnaðar mun leiða til aukinnar verðmætasköpunar, sem er undirstaða bættra lífskjara.
Tækifærin eru til staðar og miklir hagsmunir eru fólgnir í því að vera leiðandi á sviði grænna atvinnuvega og nýsköpunar.
Umhverfismánuður
Ár hvert er októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum.
Árið 2021 var sjónum beint að málefnum orkuskipta. Miklir hagsmunir felast orkuskiptum fyrir íslenskt atvinnulíf og samfélag; gjaldeyrissparnaður og efnahagsstöðugleiki, ódýrari samgöngur, minni mengun, bætt nýting og meiri hagkvæmni raforkukerfis.
Umhverfisdagur atvinnulífsins
Umhverfisdagur atvinnulífsins er árlegur viðburður sem er haldinn í umhverfismánuði. Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.
Ljóst er að fyrirtæki leggja sífellt meiri áherslu á umhverfismál. Sjálfbær nýting auðlinda er lykillinn að farsælum rekstri margra fyrirtækja. Betri nýting aðfanga, átak til að draga úr myndun úrgangs dregur úr kostnaði og stuðlar að góðri afkomu auk þess að skipta miklu máli til að draga úr áhrifum á umhverfið. Sífellt aukast kröfur almennings um ábyrga stjórnun umhverfismála í öllum rekstri og þeim hefur fjölgað mikið á undanförnum árum sem annast umsjón umhverfismála bæði hjá stórum fyrirtækjum og smáum.
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins eru veitt fyrirtækjum sem hafa skarað fram úr í umhverfismálum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannessyni tilkynnir verðlaunin, en veitt eru verðlaun fyrir bæði umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.
Tengdar fréttir
Betri heimur byrjar heima
Betri heimur byrjar heima er fundaröð sem fór af stað árið 2019 undir stjórn Péturs Reimars og hélt göngu sinni áfram árið 2021 í Húsi atvinnulífsins undir yfirskriftinni Sjálfbært atvinnulíf.
Á fundinum var farið yfir hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki geta tekið fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni og þeim gefin tæki og tól sem þau geta nýtt sér á sinni vegferð.