Sjálfbærni og samfélagsábyrgð
Sjálfbær þróun felst í ,,að mæta þörfum nútímans án þess að aftra kynslóðum framtíðar að mæta sínum eigin þörfum.“ – Brundtland skýrslan, 1987.
Hugtakið sjálfbærni tengir saman grunnstarfsemi fyrirtækja og þá hugsun að búa til virði til langs tíma. Hagræðing á ferlum fyrirtækja getur skilað sér í aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til frambúðar.
Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar eru: vernd umhverfisins, félagsleg velferð og efnahagsvöxtur, en mikilvægt er skoða þessar þrjár stoðir heildrænt þegar leitast er við að hámarka efnahagslega og félagslega velferð án þess að skaða umhverfið.
Þrjár meginstoðir sjálfbærrar þróunar:
Aðkoma atvinnulífsins skiptir sköpum þar sem horfa þarf til nýsköpunar og fjárfestingatækifæra en sjálfbærni er undirstaða hagvaxtar framtíðarinnar.
Samtök atvinnulífsins beita sér fyrir einföldun á regluverki, innleiðingu á hagrænum hvötum, takmörkunum á íþyngjandi kvöðum og að stjórnvöld skapi umhverfi sem leyfir nýsköpun, þá sérstaklega í umhverfis- og loftslagsmálum, að blómstra.
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins – SA & EY á Íslandi
Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi standa að árlegum Sjálfbærnidegi atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og viðmiðum um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS).
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins 2021 – Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins fór fram í fyrsta sinn 24. nóvember 2021 með veglegri dagskrá og vinnustofu í Hörpu. Meginefni fundarins var að skoða hvaða tækifæri felast í kolefnishlutleysi og innleiðingu á hringrásarhugsun í rekstri fyrirtækja og hvernig það getur dregið úr kolefnislosun.
Aðalfyrirlesari dagsins var Edward Sims, sérfræðingur í sjálfbærni EY í Evrópu en hann fór yfir ný viðskiptatækifæri með kolefnismörkuðum og hringrásarhagkerfi.
Ljóst er að mikil tækifæri felast í lágkolefnis- eða kolefnishlutlausu hagkerfi sem mun koma til með að skapa ný störf, þekkingu og tækifæri fyrir komandi kynslóðir.
Upplýsingafundur um ESB sjálfbærnireglugerðir - maí 2023
ESB sjálfbærnireglugerðir
Aðgengilegur og upplýsandi fundur fyrir fyrirtæki sem þurfa að fara að huga að undirbúningi fyrir Flokkunarreglugerð ESB (EU Taxonomy) og Sjálfbærniupplýsingagjöf stærri fyrirtækja (CSRD).
Að fundinum standa Samtök atvinnulífsins, Deloitte, Ársreikningaskrá og Landsvirkjun.
Við mælum með áhorfi hér fyrir töluvert betri myndgæði