1 MIN
Forgangslisti atvinnulífsins í smíðum
Hagsmunagæsla í Brussel
Framkvæmdastjórn og starfsfólk Samtaka atvinnulífsins, ásamt framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, fóru í vinnuferð til Brussel dagana 2. til 5. október. Þar voru lagðar áherslur á forgangslista og skipulag í hagsmunagæslu atvinnulífsins í Evrópumálum.
Vinnuferðin byrjaði á heimsókn til ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) þar sem Árni Páll Árnason, sitjandi varaforseti ESA, hélt kynningu á starfinu. Þá var heimsókn í sendiráð Íslands þar sem Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands, fór yfir stöðu nokkurra lykilmála. Í kjölfarið var formleg heimsókn til BusinessEurope (Evrópusamtök atvinnulífsins) þar sem bæði SA og SI eru aðilar. Lokahnykkur ferðarinnar var svo tekinn á skrifstofum EFTA þar sem starfsfólk tók vel á móti hópnum.
Ferðin var einkar vel heppnuð að sögn hópsins og af nægu að taka í framhaldi af henni þar sem forgangslista íslensks atvinnulífs í Evrópumálum verður fylgt eftir.