Samkeppnishæfni - 

30. nóvember 2021

Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2021

Samfélagsábyrgð

Samfélagsábyrgð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2021

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent 30. nóvember á rafrænum morgunfundi um jafnréttismál.

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent 30. nóvember á rafrænum morgunfundi um jafnréttismál. 

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum, með áherslu á kynjajafnrétti, fjölmenningu og fötlun.

Leitað er eftir tilnefningum fyrirtækja sem leggja áherslu á neðangreinda þætti í sinni starfsemi:

  • Tekið er mið af jafnréttismálum í allri stefnumótun fyrirtækisins.
  • Unnið hefur verið að því að skapa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggja til grundvallar.
  • Horft er til jafnréttis í víðum skilningi, m.a. kynja, tækifæra innflytjenda, fatlaðs fólks og hinsegin fólks á vettvangi fyrirtækis.
  • Aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti í víðtækri merkingu hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið.
  • Fyrirtækið hefur lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð og tekist á við áskoranir nútímans, m.a. mannréttindi, loftslagsmál og fátækt.

Að verðlaununum standa Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands.

Samtök atvinnulífsins