Vinnumarkaðsvefur

Háskólamenn

Kjarasamningar SA við félög háskólamanna eiga það sameiginlegt að vera til ótiltekins tíma, eru án launataxta og ekki er kveðið á um árlegar launabreytingar. Um er að ræða eftirtalda samninga sem nálgast má hér að ofan:

  • Kjarasamningur SA og aðildarfélaga BHM
  • Kjarasamningur SA og Félags ísl. hjúkrunarfræðinga
  • Kjarasamningur SA og félaga verk-, tækni-, bygginga- og tölvunarfræðinga
  • Kjarasamningur SA og Lyfjafræðingafélags Íslands vegna apóteka annars vegar og lyfjaframleiðenda hins vegar

Starfsmaður á rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári, m.a. til að ræða hugsanlegar launabreytingar. Niðurstaða viðtals skal liggja fyrir innan mánaðar. Hafa verður í huga að starfsmenn, sem undir þessa kjarasamninga falla, hafa eftir sem áður væntingar um að laun þeirra taki breytingum. Því er mikilvægt að vinnuveitandi ræði árlega við starfsmenn um forsendur launabreytinga, m.a. með tilliti til frammistöðu og annarra þátta sem áhrif geta haft á launaþróun.