Vinnumarkaðsvefur

27. september 2021

Nýr kjarasamningur SA og Félags lykilmanna

Halldór Benjamín Þorbergsson

1 MIN

Nýr kjarasamningur SA og Félags lykilmanna

Samtök atvinnulífsins og Félag lykilmanna (FLM) hafa undirritað nýjan kjarasamning. Um er að ræða fyrsta kjarasamninginn sem SA og FLM gera sín á milli og er hann gerður í ljósi mikillar fjölgunar sérfræðinga og stjórnenda sem kosið hafa að eiga aðild að FLM.

Kjarasamningurinn nær til sérfræðinga og stjórnenda sem aðild eiga að FLM og samið hafa í ráðningarsamningi við sinn atvinnurekanda um að kjarasamningurinn verði lagður til grundvallar ráðningarsambandi aðila. Samningurinn er áþekkur kjarasamningum sem SA hafa gert við stéttarfélög háskólamanna og byggir á þeirri grunnforsendu að sérfræðingar og stjórnendur semja persónubundið um laun sín og önnur starfskjör.

Á vinnumarkaðsvef SA má nálgast kjarasamninginn og kynningu á ákvæðum hans.

Halldór Benjamín Þorbergsson

Halldór Benjamín er framkvæmdastjóri SA.