Hópuppsagnir

Samkvæmt lögum um hópuppsagnir nr. 63/2000 skal fyrirtæki, áformi það hópuppsögn, svo fljótt sem auðið er og áður en kemur til uppsagna hafa samráð við trúnaðarmenn viðkomandi stéttarfélaga eða aðra fulltrúa starfsmanna ef trúnaðarmenn eru ekki á vinnustað. Afhenda skal skriflegar upplýsingar í samræmi við lögin og að loknu samráði þegar ákvörðun hefur verið tekin um hópuppsögn þá skal jafnframt tilkynna Vinnumálastofnun um hópuppsögnina. Sjá nánar leiðbeiningar hér á vefnum um hópuppsagnir.

Hér má nálgast drög að fundargerð vegna fundar fulltrúa fyrirtækis með trúnaðarmönnum og eyðublöð vegna upplýsingagjafar til trúnaðarmanna og Vinnumálastofnunar sem send eru á netfangið hopuppsagnir@vmst.is.

Fundargerð vegna upplýsingagjafar og samráðs

Eyðublað vegna upplýsingagjafar til trúnaðarmanna

Eyðublað vegna tilkynningar til Vinnumálastofnunar