24. Jan

Upplýsingafundur um innleiðingu á inngildandi vinnustaðamenningu

Hero icon

dags

24. janúar 2025

tími

kl. 10:00

staður

Streymi

Föstudaginn 24. janúar kl. 10 verður Vinnumálastofnun með kynningarfund um Unndísi sem er verkfæri/leiðarvísir með innbyggðu matskerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir og styður við innleiðingu á inngildandi vinnustaðamenningu að teknu tilliti til fólks með mismikla starfsgetu.

Haustið 2025 taka gildi breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem fela í sér nýja hugsun sem ætlað er að leiði af sér meiri hvata til atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Aukin atvinnuþátttaka þessa hóps kallar á fjölgun hlutastarfa á vinnumarkaði. Markmið Unndísar er að styðja með afgerandi hætti við fyrirtæki með ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgd svo fjölgun hlutastarfa verði að veruleika.

Vinnumálastofnun hefur verið falið að leiða Unndísi með það að markmiði að ná til sem flestra fyrirtækja og stofnana. Á fundinum verður farið yfir hvað þátttaka fyrirtækja í Unndísi felur í sér og hvaða stuðning Vinnumálastofnun veitir við innleiðinguna. Fulltrúar frá Öryrkjabandalagi Íslands verða einnig með innlegg á fundinum.

Félagsmönnum SA stendur til boða að taka þátt í fundinum í gegnum streymi.

Athugið! Aðeins aðildarfyrirtæki SA geta sótt fræðslu- og upplýsingafundi samtakanna.

Skráning á fundinn fer fram hér.

-