dags
12. febrúar 2025
tími
kl. 9:00
staður
Hvert er framlag ferðaþjónustunnar til samfélagsins?
Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 verður kynnt á morgunfundi á Grand hótel miðvikudaginn 12. febrúar. Fundurinn fer fram í salnum Háteig og hefst kl. 9.00. Húsið opnar kl. 8.30 með léttri morgunhressingu.
Fundurinn er opinn öllum og ókeypis, en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér: https://forms.gle/KW9xRfyPYP34zXRc7
Flutt verða ávörp ásamt því að skýrsla sem Reykjavík Economics hefur unnið fyrir Samtök ferðaþjónustunnar verður kynnt. Þá fara fram umræður um skattspor ferðaþjónustunnar og hvert raunverulegt framlag greinarinnar er til samfélagsins.
Meðal þeirra sem fram koma:
• Pétur Óskarsson, formaður SAF
• Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA
• Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics
• Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF
• Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra
• Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia
• Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka
• Ragnhildur Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Lava Show
Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins standa að fundinum.