dags
07. nóvember 2024
tími
kl. 11:30 - 13:30
staður
Sykursalur Grósku
Næsta vaxtarskeið Íslands er háð stöðugleika , orku og samkeppnishæfni.
Við Íslendingar höfum tækifæri til að marka framtíð Íslands og næstu vikur skipta sköpum fyrir komandi ár. Ef efnahagslegur stöðugleiki, græn orkuöflun, og samkeppnishæfni atvinnulífsins verða sett á dagskrá þann 30. nóvember þegar við göngum til kosninga, munum við um leið leggja grunninn að næsta vaxtarskeiði Íslands.
Samtök atvinnulífsins efna til kosningafundar með formönnum flokka þann 7. nóvember þar sem ljósi er varpað á framtíðarsýn atvinnulífsins og áherslur ólíkra flokka.