21. Feb

Íslenskur vinnumarkaður

Hero icon

dags

21. febrúar 2025

tími

kl. 12:00

staður

Streymi

Glæný skýrsla um vinnumarkað á Íslandi mun líta dagsins ljós fyrir aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins í vikunni. Við bjóðum aðildarfyrirtækjum til fræðslufundar um efnivið skýrslunnar á föstudaginn kemur 21. febrúar kl. 12:00 í gegnum Zoom fjarfundarkerfið.

Tilgangur þessarar skýrslu er að veita heildstæðar upplýsingar um kjarasamninga, launaþróun, efnahagslegt svigrúm til launabreytinga, stöðuna á vinnumarkaði, samkeppnisstöðu atvinnulífsins gagnvart hinu opinbera og það regluverk sem snertir vinnumarkaðinn og vænta má á næstu árum í gegnum EES samninginn.

Á Íslandi renna um 60% allrar verðmæta sem við sköpum til launafólks. Laun eru gjarnan einn stærsti útgjaldaliður íslenskra fyrirtækja að aðföngum undanskildum. Launakostnaður er jafnframt stærsti útgjaldaliður íslenska ríkisins eða hátt í helmingur, þegar lagður er saman beinn launakostnaður og fjárframlög til almannatrygginga sem nú stendur til að tengja við launavísitölu.

Það er því mikilvægt að félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafi greinargóðar upplýsingar um stöðu vinnumarkaðarins, gerð kjarasamninga og þróun launa við ákvarðanatöku.

Það er von okkar að með þessari útgáfu séu fyrirtækin betur í stakk búin að taka góðar ákvarðanir þegar kemur að launamálum og styðja við hagsmunagæslu atvinnulífsins þegar kemur að framþróun íslensks vinnumarkaðar.

Skráning fer fram hérna .

Hlökkum til að sjá ykkur