30. Nóv

Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2022

Hero icon

dags

30. nóvember 2022

tími

kl. 08:30 - 09:30

staður

Hátíðarsal Háskóla Íslands

Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands halda morgunfund 30. nóvember um jafnréttismál 2022 í Hátíðasal Háskóla Íslands þar sem Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent fyrir kynjajafnrétti og Jafnréttissprotinn vegna framtaks m.t.t. til fjölmenningar, fötlunar og annarra brýnna viðfangsefna jafnréttismála.

Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar eru hvattir til að senda inn tilnefningu.

Verðlaunin eru nú veitt í tíunda sinn, en árið 2021 voru það Vörður og Samkaup sem hlutu verðlaunin.

Verðlaunin eru afhent við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem fram fer 30. nóvember kl. 8:30.

Dagskrá

Ath. Húsið opnar 8:00 með morgunhressingu

Ávarp

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ

Ávarp

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Við töpum öll

Thelma Kristín Kvaran, stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í ráðningum

Nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks

Stefan C. Hardonk, prófessor við HÍ

Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Samkaupa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-

og nýsköpunarráðherra, afhendir Hvatningarverðlaun jafnréttismála og Jafnréttissprotann.

Skráning á viðburðinn