dags
04. október 2022
tími
kl. 10:00 - 10:30
staður
Streymi
IcelandSIF og ábyrgar fjárfestingar í umsjón Arnars I. Jónssonar hjá Samtökum fjármálafyrirtækja. Í þættinum ræðir Arnar við Kristbjörgu M. Kristinsdóttur, stjórnarformann IcelandSIF.
Október er eyrnamerktur umhverfismálum hjá Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum og í ár er sjónum beint að hringrásarhagkerfinu undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind . Hvern þriðjudag og fimmtudag í október njótum við 20 mínútna áhorfs á Samtöl atvinnulífsins þar sem hver atvinnugrein ræðir áskoranir og tækifæri í hringrásarhagkerfinu. Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu.
Hringrásarhagkerfið snýst um hvernig nýta má hráefni á sem skilvirkastan hátt og fyrirbyggja t.a.m. sóun og losun gróðurhúsalofttegunda með breyttum áherslum í vöru- og þjónustuhönnun. Rannsóknir sýna að búast má við að hringrásarhagkerfinu fylgi jákvæð áhrif á efnahagslífið og landsframleiðslu. Einnig má búast við aukinni samkeppnishæfni hagkerfisins.