Starfsemin

15. maí 2025

15. maí

kl. 11:00 - 13:00

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fer fram í Sjálfstæðissalnum á Iceland Parliament Hotel á milli kl. 11 og 13 þann 15. maí. Boðið verður upp á hádegisverð fyrir alla gesti. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf þar sem greint verður meðal annars frá kjöri formanns Samtaka atvinnulífsins og stjórnar SA 2025-2026. Rétt til setu á aðalfundinum eiga stjórnendur aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins ásamt starfsmönnum SA og aðildarsamtaka. Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi fara fulltrúar í fulltrúaráði með atkvæðarétt. Dagskrá aðalfundar: 1. Skýrsla stjórnar fyrir næstliðið starfsár 2. Reikningar samtakanna fyrir næstliðið reikningsár 3. Kjöri formanns lýst 4. Kjöri stjórnar lýst 5. Kosning löggilts endurskoðanda 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál Við óskum eftir því að fólk skrái mætingu með góðum fyrirvara svo hægt sé að áætla veitingar og aðra þjónustu.

Allir viðburðir
Fræðsla
Global Compact
Jafnréttismál
Laun
Samfélagsábyrgð
Sjálfbærni
Umhverfismál
Vinnumarkaður