Varpið

Sjónvarp - 07.05.2024

Takk fyrir starfsárið 2023-2024

Starfsárið 2023-24 var ár efnahagslegs stöðugleika hja Samtökum atvinnulífsins.

Íslenskt atvinnulíf skapar verðmæti og stendur undir hagsæld þjóðarinnar.

Atvinnulífið sýndi frumkvæði og elju og skaraði fram úr á fjölbreyttum sviðum á árinu.

En til vaxtar þarf súrefni og fyrirsjáanleika.

Efnahagslegur stöðugleiki skiptir okkur öll máli.

Við rérum öllum árum að því að vera samtaka um að sigrast á verðbólgunni við kjarasamningsborðið.

Ólíkt opinberri umræðu sýndu kannanir að lítið bæri í milli atvinnulífs og almennings þegar kom að skilningi á samhengi launa og verðlags

-enda er stöðugleiki hagsmunamál okkar allra og hefur áhrif á daglegt líf og það sem okkur er kærast.

Við stóðum einnig vaktina í fjölbreyttu málefnastarfi og aragrúi umsagna og útgáfu leit dagsins ljós.

Ísland skarar fram úr í öllum helstu alþjóðlegu mælikvörðum um lífsgæði og hagsæld.

En framfarir þjóða verða ekki af sjálfu sér.

Þau sem ruddu brautina sáu bjarta framtíð fyrir Ísland.

Hana sjáum við líka.

En til þess þurfum við að vera samtaka um aukna hagsæld og tækifæri.

Gleðilegt sumar og sjáumst í haust á ári grænna lausna.