Sjónvarp - 14.11.2024
Kosningafundur atvinnulífsins 2024
Síðastliðinn fimmtudag efndu Samtök atvinnulífsins til kosningafundar í Sykursal Grósku þar sem ljósi var varpað á framtíðarsýn atvinnulífsins og rýnt í niðurstöður úr oddvitakönnun á vegum samtakanna.
Fundurinn var vel sóttur og svöruðu formenn flokka spurningum sem sneru að aðalatriðum atvinnulífsins fyrir þessar kosningar: stöðugleika, orku og samkeppnishæfni.