Varp atvinnulífsins

Hlaðvarp - 

Umhverfismánuður atvinnulífsins: Hlutverk BYKO í umhverfismálum

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ ræðir við Sigurð B. Pálsson forstjóra BYKO og Berglindi Ósk Ólafsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála BYKO um hlutverk byggingarvöruverslunar í umhverfismálum.

Í þættinum er farið vítt og breitt um það hvernig verslun eins og BYKO tekur umhverfismál föstum tökum með eftirtektarverðum hætti.

  • Hvernig fer BYKO að því að koma umhverfisstefnu fyrirtækisins og metnaði þess í umhverfismálum til skila, bæði til starfsfólks og viðskiptavina? 
  • Hvaða tækifæri sjá þau til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í mannvirkjageiranum? Jafnframt ber hinn fræga plankastrekkjara úr gamalli BYKO auglýsingu á góma í viðtalinu.