Loftlagsvegvísar atvinnulífsins

Fjármálafyrirtæki

Fjármálafyrirtæki

Staðan í dag

Fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í loftslagsmálum út frá þeim óbeinu áhrifum sem starfsemi þeirra getur haft á atvinnulífið í tengslum við lánveitingar, fjárfestingar, vátryggingar ofl. Óbein losun gróðurhúsalofttegunda sem orsakast af slíkri starfsemi flokkast sem umfang 3 skv. viðurkenndri aðferðafræði. Til viðbótar má nefna aðra losunarþætti í rekstri þeirra vegna innkaupa (aðfanga), flugferða starfsfólks og ferða starfsfólks til og frá vinnu en í starfseminni felst að mestu leyti skrifstofurekstur. Fjármálafyrirtækin geta veitt atvinnulífinu ýmsa græna og sjálfbæra hvata þegar kemur að aðgengi að fjármagni og þjónustu.

Samhliða loftslagsbreytingum fer loftslagstengd áhætta vaxandi en þá áhættu þurfa fjármálafyrirtæki að setja inn í sín áhættulíkön og möt. Helstu áskoranir fjármálafyrirtækja framundan eru fjórar talsins sem stuðlað geta að markmiðinu um að 55% samdráttur í losun náist fyrir árið 2030:

1. Samræma mat á fjármagnaðri losun og auka grænar lánveitingar og fjárfestingar

2. Aukning forvarna gegn tjónum og hringrás tjónamuna 

3. Mat á áhættu tengdri loftslagsbreytingum

4. Aukin fræðsla um loftslagsmál og græn fjármál

828.543,8

tCO2

umfang 3 (fjármagnaður útblástur)

Fjármálafyrirtæki gegna lykilhlutverki í loftslagsmálum út frá þeim óbeinu áhrifum sem starfsemi þeirra getur haft á atvinnulífið í tengslum við lánveitingar, fjárfestingar, vátryggingar ofl.
- Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár-Almennra trygginga.

Áskoranir

Þörf er á betri upplýsingum frá opinberum stofnunum og fyrirtækjum til að útreikningar á fjármögnuðum útblæstri séu áreiðanlegir og aðferðafræðin eins hér á landi og því saman­burðarhæf. Einnig er mikilvægt að auka grænar lánveitingar og fjárfestingar.

Þá hefur aldrei verið mikilvægara að draga úr tjónum ef tekið er mið af þeirri stöðu sem heimurinn stendur frammi fyrir núna sem er nauðsyn þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að bæta tjón felur í sér töluvert kolefnisspor en hægt er að draga úr því með því að stuðla að því að tjónamunir renni inn í hringrásar­hagkerfið að því marki sem það er unnt með endurnotkun, viðgerð eða endurvinnslu.

Fjár­málafyrirtæki á Íslandi standa frammi fyrir nokkrum áskorunum við að stýra loftlagsáhættu - sérstaklega hvað varðar aðgengi að gögnum og greiningum hins opinbera, fyrirsjáanleika um aðgerðir ríkisins, samræmdum leiðbeiningum um mat og upplýsingagjöf, aðgerðir vegna aðlögunar og fræðslu til ýmissa hagaðila. Fjármálafyrirtæki eru í tíðum samskiptum við breiðan hóp við­skipta­vina og eru því kjörinn vettvangur til fræðslu og upplýsingagjafar um græn umskipti, en tækifæri til fræðslu eru einnig til staðar á vettvangi SFF.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár-Almennra trygginga

Úrbætur

Vakin er athygli á að meta þarf hverja úrbótatillögu hér að neðan út frá ákvæðum samkeppnislaga þegar kemur að mögulegu samstarfi fjármálafyrirtækja.

1. Samræma mat á fjármagnaðri losun og auka grænar lánveitingar og fjárfestingar    

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI:

  • Fræðsla um mikilvægi þess að fjárfesta í að rekstur verði grænn. 
  • Regluleg upplýsingaöflun frá viðskiptavinum í því skyni að fá bestu upplýsingar. 

STJÓRNVÖLD:

  • Innleiðing CSRD tilskipunar (Corporate Sustainability Reporting Directive). 
  • Gagnabanki með losunartölum. 
  • Miðlæg upplýsingasöfnun um grænleika bygginga. 
  • Skapandi skattar og skattaívilnanir til að ýta við sjálfbærri þróun. 
  • Breytingar á laga- og regluumhverfi lánveitenda til að stuðla að því að þau geti útbúið sína hvata. 
  • Stuðningur við nýsköpun. 

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI OG STJÓRNVÖLD:

  • Stofnun PCAF Ísland til að aðlaga útreikning á fjármagnaðri losun að Íslandi. 

2. Aukning forvarna gegn tjónum og hringrás tjónamuna 

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI:

  • Auka forvarnir gegn tjónum. 
  • Auka framboð á innlendum notuðum varahlutum í ökutæki. 
  • Efla fræðslu til viðskiptavina. 

STJÓRNVÖLD:

  • Lagabreytingar sem herða öryggiskröfur. 
  • Lagabreytingar til að styðja við hringrás tjónamuna. 
  • Stuðningur við rekstur sem stuðlar að hringrás tjónamuna. 

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI OG STJÓRNVÖLD:

  • Gagnabanki með upplýsingum um losun vegna tjóna.

3. Mat á áhættu tengdri loftslagsbreytingum 

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI:

  • Auka gagnsæi þegar kemur að greiningum.  
  • Ítra og bæta upplýsingagjöf sína með vísan í TCFD, EBA og UFS þar sem henni er ábótavant. 
  • Auka kröfur til viðskiptavina þegar kemur að mati á loftslagsáhættu útlána. 

STJÓRNVÖLD:

  • Bæta þarf aðgengi að hrágögnum og greiningum til að meta loftslagsáhættu. 
  • Auka fyrirsjáanleika, gagnsæi og samstarf við atvinnulífið þegar kemur að laga- og reglubreytingum sem hafa áhrif á hvata/boð/bönn í tengslum við markmið um samdrátt í losun. 
  • Seðlabanki Íslands sé leiðbeinandi fyrir atvinnulífið þegar kemur að reglum og stöðlum svo atvinnulífið fái heildarmynd yfir sínar skyldur. 
  • Auka kröfur til birgja og samstarfsaðila á sviði loftslagsáhættustýringar. 

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI OG STJÓRNVÖLD:

  • Koma upplýsingum um veðurtengd tjón frá vátryggingafélögum til miðlægrar söfunar hjá hinu opinbera. 

4. Aukin fræðsla um loftslagsmál og græn fjármál  

FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI:

  • Atvinnulíf tryggi þekkingarstig í fyrirtækjunum. 
  • Fjármálafyrirtæki nýti allar snertingar við viðskiptavini til fræðslu. 
  • Stofnaður verði sérstakur vettvangur um græn fjármál hjá SFF. 
  • Fjármálavit sem er fræðsluvettvangur um fjármálalæsi ungs fólks taki mið af grænum fjármálum. 

STJÓRNVÖLD:

  • Stjórnvöld styðji við rannsóknir fræðasamfélagsins og miðlun niðurstaðna. 
  • Fyrir liggi neytendagagnagrunnur sem almenningur og fyrirtæki geti nýtt sér við ákvarðanatöku þar sem mælingar eru sýnilegar og
    skiljanlegar með einföldum reiknivélum. 
  • Stjórnvöld tryggi þekkingarstig í stjórnsýslunni. 

Um samstarfið

Leiðtogar fjármálafyrirtækja eru Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hf. og Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá-Almennar tryggingar hf.

Hagaðilar

Lánastofnanir, verðbréfafyrirtæki, rekstrarfélög verðbréfasjóða, vátryggingafélög, greiðslustofnanir og rekstraraðilar sérhæfðra sjóða.

Hafa samband 

Samtök fjármálafyrirtækja

Margrét Arnheiður Jónsdóttir og Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjórar loftslagsvegvísis fjármálafyrirtækja:
sff@sff.is

Lesa ítarefni

828.543,8

tCO2

umfang 3 (fjármagnaður útblástur)