Loftlagsvegvísar atvinnulífsins
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónusta
Staðan í dag
Losun frá íslenskri ferðaþjónustu er nær eingöngu frá samgöngum. Losun frá daglegum rekstri utan samgangna er takmörkuð og er nær eingöngu bundin við úrgang, innkaup og orkunýtingu. En losun frá gistingum, veitingum, ferðaskipulagningu, menningu og afþreyingu taldi í heildina rúmlega 14.000 kt CO2-íg árið 2019. Allt eru þetta liðir sem geta haft áhrif á rekstrarkostnað fyrirtækja og eru því allmörg fyrirtæki þegar farin að fylgjast náið með þessum kostnaðarliðum.
Lang flestir ferðamanna sem sækja landið heim eru komin til að upplifa íslenska náttúru. Ímynd Íslands sem öruggur, sjálfbær og hreinn áfangastaður spilar þar stórt hlutverk. Til að viðhalda þeirri ímynd, styrkja stöðu okkar sem leiðandi fyrirmynd í ferðaþjónustu og viðhalda samkeppnisforskoti Ísland þurfa aðgerðir að fylgja orðum.
Ein öflugasta leiðin til að flýta fyrir orkuskiptum, draga úr úrgangi og stuðla að ábyrgri neyslu liggur í gegnum umfang þrjú. Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem liggur í miðri virðiskeðjunni og getur þannig haft áhrif bæði á aðstreymi og frástreymi með takmörkuðum tilkostnaði.
Kröfur á byrgja, markaðssetning og vöruþróun miðuð að samdrætti í losun, minni matarsóun, innviða uppbygging til stuðnings orkuskipta sem og minni orkuneysla og úrgangur eru allt leiðir sem draga úr kolefnisspori hvers ferðamanns. Þrjár áskoranir liggja til grundvallar árangri:
1. Innkaup
2. Úrgangur
3. Vöruþróun og markaðssetning
329*
milljarðar króna
Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar árið 2022 *bráðabirgðatölur
Til að viðhalda núverandi ímynd og styrkja stöðu okkar sem leiðandi fyrirmynd í ferðaþjónustu á heimsvísu þurfa aðgerðir að fylgja orðum.- Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Hilton Reykjavik Nordica.
Áskoranir
Eins og áður kom fram þá liggja stóru áskoranirnar fyrir ferðaþjónustu í samgöngum. Til að ýta undir samdrátt hjá þeim greinum ferðaþjónustu sem ekki snúa að samgöngum og skapa þannig þrýsting á virðiskeðjuna þurfa ákveðnar grunn forsendur að vera til staðar. Að efla gagnasöfnun, úrvinnslu og framsetningu ganga til stuðnings markmiðasetningu fyrirtækjanna. Horfa þarf til þess að samkeyra skil á ársreikningum fyrirtækja með losunarbókhaldi og vinna umhverfisreikninga ferðaþjónustu samhliða ferðaþjónustureikningum.
Stærsti hluti íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja eru lítil eða meðalstór fyrirtæki og örfyrirtæki með undir 10 starfsmenn. Vegna stærðar fyrirtækja bera flestir starfsmenn marga mismunandi hatta því gefst oft lítill tími til að vinna að málum sem snúa t.d. að samdrætti í losun, grænu bókhaldi eða vottunum. Ferli við innleiðingu á vottunum sem snúa að umhverfismálum er oft tímafrekt og flókið til að byrja með.
Ferðaþjónustufyrirtækjum með virka innkaupastefnu fjölgar frá ári til árs. En slíkar stefnur geta stuðlað að lægra kolefnisspori, minni úrgang og dregið úr matarsóun. Til að ýta undir enn frekari fjölgun fyrirtækja með slíkar stefnur þarf að auka við fræðslu til starfsmanna og efla notkun upprunavottana fyrir innlendar vörur og losunarupplýsingar vara til að styðja við ábyrgar innkaupastefnur.
Það þarf að styðja minni fyrirtækin í vinnunni í gegnum ráðgjöf og hvata og efla þekkingu starfsfólks á umhverfismálum í gegnum fræðslu, vottanir og vinnuferla.
Úrbætur
1. Innkaup
FERÐAÞJÓNUSTA:
Viðmið fyrir vistvæna innkaupastefnu
- Ferðaþjónustu þarf að setja sér viðmið um vistvænar innkaupastefnur.
Ferðaþjónusta sem fyrirmynd
- Fyrirtæki í greininni setja sér stefnu losunarlausar afhendingar á vörum og þjónustu og setji þannig kröfur á birgja.
Fjölgun fyrirtækja með umhverfisvottanir
- Stuðningskerfi ferðaþjónustunnar setji sér markmið um fjölda fyrirtækja með alþjóðlegar umhverfisvottanir.
STJÓRNVÖLD:
Upprunavottorð fyrir innlenda framleiðslu
- Efla þarf notkun upprunavottorða á innlendri matvælaframleiðslu til að auka rekjanleika og ýta undir innkaup frá framleiðendum á nærsvæðum.
Styða aðgengi smærri aðila að vottunum
- Styðja þarf smærri aðila við innleiðingu á umhverfisvottunum. Stuðningur getur verið í formi ráðgjafar og hvata.
- Ferðamálastofa haldi utan um upplýsingar um umhverfisvottanir og vottuð fyrirtæki í ferðaþjónustu.
2. Úrgangur
FERÐAÞJÓNUSTA:
Draga úr úrgangi
- Fyrirtæki í ferðaþjónustu setji sér markmið að draga úr úrgangi með betri flokkun.
STJÓRNVÖLD:
Efla gagnasöfnun og upplýsingagjöf
- Samræmi gangasöfnun og skil á gögnum þvert á fyrirtæki sem annast meðhöndlun úrgangs.
Vinnsla og framsetning gagna
- Hagstofan birti úrgangstölfræði niður á atvinnugreinar.
3. Vöruþróun og markaðssetning
FERÐAÞJÓNUSTA:
Endurnýjun ökutækjaflota
- Endurnýjun ökutækjaflota miði að hreinorkuökutækjum.
Vöruþróun
- Þróun á nýrri vöru og þjónustu miði að því að draga úr losun t.d. með aukinni notkun á hreinorkuökutækjum. Kolefnisspor þjónustu og vöru sé birt ferðamönnum til upplýsingar.
STJÓRNVÖLD:
Stuðningur við innkaup á hreinorkuorkutækjum
- Innleiddur sé stuðningur við innkaup á hreinorkuökutækjum og tækni sem miðar að betri orkunýtingu og orkuskiptum.
- Tryggja þarf hvata til útfösunar á stærri farartækjum með mikla losun og fjárfestinga á nýjum tækjum.
Markaðssetning áfangstaðarins
- Hvetja þarf íslensk ferðaþjónustufyrirtæki til að auka þátt umhverfis- og loftslagsmála í markaðssetningu með aðgengi að markaðsefni og fræðslu til viðskiptavina.
Uppbygging hleðsluinnviða
- Nær allir ferðamenn sem koma til landsins ferðast um landið með bílaleigubílum, hópferðabifreiðum eða öðrum ökutækjum í ferðaþjónustu því er mikilvægt er að öflugir hleðsluinnviðir séu til staðar á helstu ferðamannastöðum til að styðja við vöruþróun.
Kolefnisspor ferðamannsins
- Innleiddar séu kröfur sem miða að því að ferðamaðurinn sé upplýstur um kolefnisspor mismunandi þjónustu og vöru.
Um samstarfið
Leiðtogi ferðaþjónustu er Birgir Guðmundsson hótelstjóri Hilton Reykjavik Nordica.
Hagaðilar
Gisti- og veitingastaðir, ferðaskipuleggjendur, afþreying, menningartengd ferðaþjónusta. Framkvæmdateymi: Berjaya Iceland Hotel, Hótel Bláfell, HI Iceland, Bláa lónið, Nordic visitor, Vínstúkan 10 sopar / Brút, Íslandshótel, Sena, Arctic Adventures.
Hafa samband
Samtök ferðaþjónustunnar
Ágúst Elvar Bjarnason verkefnastjóri loftslagsvegvísis ferðaþjónustu:
agust@saf.is
329*
milljarðar króna
Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar árið 2022 *bráðabirgðatölur