Samkeppnishæfni - 

12. apríl 2019

Vörumerkjaskráning á orðinu Iceland ógilt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Vörumerkjaskráning á orðinu Iceland ógilt

Hugverkastofnun Evrópusambandsins hefur ógilt vörumerkjaskráningu bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods á orðmerkinu Iceland í ESB. Samtök atvinnulífsins, íslenska ríkið og Íslandsstofa andmæltu skráningunni árið 2014.

Hugverkastofnun Evrópusambandsins hefur ógilt vörumerkjaskráningu bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods á orðmerkinu Iceland í ESB. Samtök atvinnulífsins, íslenska ríkið og Íslandsstofa andmæltu skráningunni árið 2014.

Það var gert til að tryggja að íslensk fyrirtæki gætu áfram notað enskt heiti Íslands í markaðssetningu innan ESB. Verslunarkeðjan mun áfram geta notað nafn og vörumerki sitt en getur ekki hindrað íslensk fyrirtæki í að nota orðið Iceland. Iceland Foods hafa nú tvo mánuði til að kæra niðurstöðuna til úrskurðarnefndar.

Sjá nánar:

Umfjöllun um málið á vef utanríkisráðuneytisins

Samtök atvinnulífsins