Fréttir - 

24. júlí 2018

Verkefnastjóri þjónustusíða SA og SI

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verkefnastjóri þjónustusíða SA og SI

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins óska eftir að ráða verkefnastjóra til að annast uppbyggingu og umsjón með nýjum þjónustusíðum á vefjum samtakanna. Þjónustusíðunum er ætlað að veita félagsmönnum SA og SI upplýsingar sem tengjast aðild þeirra og verkefnum á vettvangi samtakanna. Þá geta fyrirtæki óskað eftir þjónustu í gegnum síðurnar auk þess að eiga í samskiptum við starfsmenn SA og SI.

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins óska eftir að ráða verkefnastjóra til að annast uppbyggingu og umsjón með nýjum þjónustusíðum á vefjum samtakanna. Þjónustusíðunum er ætlað að veita félagsmönnum SA og SI upplýsingar sem tengjast aðild þeirra og verkefnum á vettvangi samtakanna. Þá geta fyrirtæki óskað eftir þjónustu í gegnum síðurnar auk þess að eiga í samskiptum við starfsmenn SA og SI.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Tengiliður varðandi öflun upplýsinga og skráningu á þjónustusíður
  • Greining, skipulag og viðhald upplýsinga á þjónustusíður
  • Uppbygging og kynning á þjónustusíðum fyrir félagsmenn og starfsmenn samtakanna
  • Utanumhald og umsjón með upplýsingaöflun og miðlun í samstarfi við samstarfsmenn og hugbúnaðarsérfræðinga

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Þekking, reynsla og menntun sem nýtist í starfi
  • Vandvirk og fagleg vinnubrögð
  • Frumkvæði til framkvæmda
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta og ritfærni

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2018 Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.


Samtök atvinnulífsins eru heildarsamtök íslensks atvinnulífs með sex aðildarsamtökum sem byggja á fjölbreyttum atvinnugreinum. Yfir 2.000 fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins, allt frá sjálfstætt starfandi frumkvöðlum til stærstu fyrirtækja landsins. Innan Samtaka iðnaðarins eru 1.400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda um allt land.

Samtök atvinnulífsins