Samkeppnishæfni - 

21. janúar 2020

Verðtryggð verðbólga

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verðtryggð verðbólga

Það eru ekki bara jólasveinar sem láta til sín taka í árslok. Stjórnmálamenn mæta með árlegar hækkanir á ýmsum gjöldum. Hækkanirnar eru yfirleitt sagðar vera í samræmi við verðbólgu. Mikilvægt er að gera greinarmun á þjónustugjöldum annars vegar og sköttum hins vegar. Þjónustugjöld eru innheimt sem endurgjald fyrir veitta þjónustu og eiga að endurspegla kostnaðinn við að veita hana á meðan ekkert endurgjald kemur fyrir skatta.

Það eru ekki bara jólasveinar sem láta til sín taka í árslok. Stjórnmálamenn mæta með árlegar hækkanir á ýmsum gjöldum. Hækkanirnar eru yfirleitt sagðar vera í samræmi við verðbólgu. Mikilvægt er að gera greinarmun á þjónustugjöldum annars vegar og sköttum hins vegar. Þjónustugjöld eru innheimt sem endurgjald fyrir veitta þjónustu og eiga að endurspegla kostnaðinn við að veita hana á meðan ekkert endurgjald kemur fyrir skatta.

Þjónustugjöld eru því góð því þau leiða til þess að þeir sem fá þjónustu borgi fyrir hana í stað skattgreiðenda. Þó er brýnt að passa að ef um nauðsynlega þjónustu er að ræða, eins og heilbrigðisþjónustu, þá verði hún ekki svo dýr að fólk þurfi að neita sér um hana. Það er hins vegar ekkert lögmál að kostnaður hins opinbera við að veita þjónustu hækki í línulegu sambandi við verðbólgu. Fólk og fyrirtæki ættu því að vera á varðbergi og ganga úr skugga um að þjónustugjöld séu ekki hærri en kostnaðurinn við að veita þjónustuna.

Hvað varðar skatta sem ákveðnir eru í krónum og hækkaðir eru árlega, eins og gjöld á áfengi og tóbak, er hins vegar engin þörf á slíkum hækkunum. Litlir sérskattar flækja skattkerfið, eru hlutfallslega dýrir í innheimtu og skila því litlu. Það er því ekkert að því að leyfa verðbólgu að éta þá upp með því að hækka þá ekki. Stóra spurningin er síðan hvort kom á undan verðbólgan eða verðhækkunin? Gjald sem er hækkað með vísan til verðbólgu leiðir svo aftur óhjákvæmilega til verðbólgu.

Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 15. janúar 2020.

Samtök atvinnulífsins