Covid-19 - 

21. mars 2020

Upplýsingafundir SA vegna COVID-19

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Upplýsingafundir SA vegna COVID-19

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök boða til þriggja rafrænna upplýsingafunda á mánudaginn fyrir stjórnendur aðildarfyrirtækja um viðfangsefni sem atvinnulífið stendur nú frammi fyrir vegna COVID-19. Tenglar á fundina verða sendir á fulltrúa aðildarfyrirtækja um hádegi á mánudag. Á fundunum mun gefast færi á að taka þátt í umræðum.

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök boða til þriggja rafrænna upplýsingafunda á mánudaginn fyrir stjórnendur aðildarfyrirtækja um viðfangsefni sem atvinnulífið stendur nú frammi fyrir vegna COVID-19. Tenglar á fundina verða sendir á fulltrúa aðildarfyrirtækja um hádegi á mánudag. Á fundunum mun gefast færi á að taka þátt í umræðum.

13.00 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs fara yfir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Auk þess mun Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, ræða aðgerðir fjármálakerfisins gagnvart fyrirtækjum.

14.00 Hlutaatvinnuleysisbætur
Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs fara yfir inntak, útfærslur, áskoranir og álitamál tengd lögum um hlutaatvinnuleysisbætur sem sett voru á föstudaginn.

15.00 Laun í sóttkví
Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs fer yfir viðmið, útfærslur og álitamál í tengslum við greiðslur launa í sóttkví í kjölfar laga sem sett voru á föstudaginn.

Samtök atvinnulífsins