14. október 2022

Umsögn um fjárlög 2023: Illa nýttur meðbyr

Efnahagsmál

Efnahagsmál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Umsögn um fjárlög 2023: Illa nýttur meðbyr

Þrátt fyrir aukna verðbólgu og þenslu er dregið úr aðhaldi ríkissjóðs

Samtök atvinnulífsins hafa skilað inn umsögn um fjárlagafrumvarp ársins 2023 . Í umsögninni er lögð sérstök áhersla á eftirfarandi:

Efnahagsframvindan hefur gjörbreytt horfum í ríkisfjármálum

  • Þrátt fyrir mikla verðbólgu hefur þróun hagkerfisins og ríkisfjármála verið mun jákvæðari en nokkur þorði að vona í miðjum faraldri.
  • Tekjur vaxa um 165 ma.kr. frá fjárlögum 2022 til fjárlaga 2023. Horfur hafa batnað en samt versnar afkoman frá nýlegri fjármálaáætlun sem endurspeglar skort á aðhaldi. Það er afar óheppilegt þar sem aukin verðbólga, viðskiptahalli og hagvöxtur kalla á að ríkið auki aðhald.

Enn vaxa útgjöld

  • Þrátt fyrir skiljanlegar aðgerðir gegn þenslu leynast ýmiss konar þensluhvetjandi aðgerðir á útgjaldahlið, t.d. eru umsvif nýrra og aukinna verkefna þau sömu og umsvif aðgerða gegn þenslu.
  • Reynsla síðustu missera og mikil þörf á innviðafjárfestingum sýnir að opinber fjárfesting er að óbreyttu slæm leið til sveiflujöfnunar.

Ekki allt sem sýnist í jákvæðri skuldaþróun

  • Skuldir ríkissjóðs þróast með jákvæðum hætti um þessar mundir en ekki er allt sem sýnist. Öldrun þjóðarinnar með auknum útgjöldum blasir við, ÍL-sjóður mun setja byrðar á skattgreiðendur í framtíðinni og horfur eru á að skuldir vaxi á ný frá og með 2024.
  • Vaxtagjöld ríkissjóðs eru þau 4. hæstu meðal OECD ríkja og setja aukinni skuldsetningu skorður. Enn fremur hefur kostnaður vegna nýrrar lántöku ríkissjóðs aukist mikið síðustu mánuði.
  • Samtökin hvetja til að staðið verði við áform um sölu Íslandsbanka, ellegar kallar það á lántöku sem því samsvarar með 4-5 milljarða króna árlegum vaxtakostnaði.

Tækifærin leynast víða

  • Launaþróun ríkisins síðustu ár hefur ekki verið í samræmi við almenna markaðinn. Gert er ráð fyrir 6,9% hækkun launakostnaðar sem þýðir hækkun
    launa umfram það sem stenst verðstöðugleika til lengdar og/eða töluverða fjölgun ríkisstarfsmanna sem samræmist ekki auknu aðhaldi. Ekkert ríki OECD ver hærra hlutfalli verðmætasköpunar í laun opinberra starfsmanna.

Samkeppnishæft atvinnulíf er allra hagur

  • Forsenda almennrar velmegunar er að hér vaxi og dafni blómlegt atvinnulíf. Mikilvægt er að stjórnvöld leggi sitt af mörkum til þess að styrkja starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja. Sé vilji stjórnvalda að styðja við samkeppnishæft atvinnulíf, fjölgun starfa og aukinn hagvöxt ætti heldur að draga úr skattheimtu og reglubyrði en hitt

Lesa umsögn í heild

Samtök atvinnulífsins