03. apríl 2025

Tökum höndum saman

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tökum höndum saman

Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.

Dagana 27. mars til 10. apríl stendur Vinnueftirlitið fyrir herferð sem ber yfirskriftina Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreiti og ofbeldi í vinnuumhverfinu . Skilaboð herferðarinnar er að hvetja vinnustaði til að stuðla að heilbrigðari vinnustaðamenningu og huga að viðbragðsáætlun og forvörnum gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu.

Í tilefni herferðarinnar voru framleidd tvö ný fræðslumyndbönd og annað efni fyrir stjórnendur og starfsfólk sem ætlað er að auka þekkingu á málefninu og efla heilbrigt vinnuumhverfi. SA kom að gerð fræðsluefnisins sem er að finna á vef Vinnueftirlitsins .

Samtök atvinnulífsins hvetja öll fyrirtæki landsins til að kynna sér efnið og gefa skýr skilaboð um að áreitni og ofbeldi megi hvergi þrífast í vinnuumhverfinu. SA kom að gerð tveggja fræðslumyndbanda um efnið sem hægt er að sjá hér fyrir neðan.

Samtök atvinnulífsins