03. desember 2024

Opnað fyrir tilnefningar til menntaverðlauna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Opnað fyrir tilnefningar til menntaverðlauna

Menntafyrirtæki og menntasproti ársins

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025 . Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.

Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA. Tilnefningar berist eigi síðar en þriðjudaginn 28. janúar .

Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Tilnefna má fyrirtæki hér

Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt 2023

ELKO taka við menntaverðlaunum atvinnulífsins 2023

Samtök atvinnulífsins