20. mars 2024

Stöðugleikasamningur samþykktur

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stöðugleikasamningur samþykktur

Kjarasamningar til fjögurra ára

Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins samþykktu kjarasamninga við Starfsgreinasamband Íslands, Eflingu og Stéttarfélög iðn- og tæknifólks (Samiðn, RSÍ, VM, Matvís og Grafíu) sem voru undirritaðir 7. og 9. mars. Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta greiddra atkvæða, eða 96,32%. Kosningaþátttaka var góð, eða um 85% atkvæða skv. atkvæðaskrá.

Kjarasamningur SA við SGS var samþykktur af aðildarfélögum SGS með yfirgnæfandi meirihluta fyrr í dag. Þá samþykkti yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna Eflingar og stéttarfélaga iðn- og tæknifólks einnig samningana, en niðurstöður þeirra kosninga lágu ýmist fyrir í gær eða fyrr í dag.

Launabreytingar SGS, Eflingar, Samiðnar, RSÍ, VM, Matvís, Grafíu og VR/LÍV eru sem hér segir:

Laun taka hlutfallshækkun, með krónutöluhækkun að lágmarki, nema annað leiði af launatöflum sem fylgja kjarasamningunum.

Með mánaðarlaunum er átt við föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu.

1. febrúar 2024: 3,25% eða 23.750 kr.
1. janúar 2025: 3,50% eða 23.750 kr.
1. janúar 2026: 3,50% eða 23.750 kr.
1. janúar 2027: 3,50% eða 23.750 kr.

Launatafla SGS/Eflingar heldur hlutfallslegum bilum á milli flokka og þrepa og hækkar því umfram 23.750 kr. Sama á við um taxtatöflur VR/LÍV og iðn- og tæknifólks.

Því er mikilvægt að skoða launatöflur kjarasamninga ef starfsfólk fær greitt eftir lágmarkstöxtum . Sama á við um reiknitölu ákvæðisvinnu, þar sem það á við.

Á vinnumarkaðsvef SA má nálgast kjarasamningana og upplýsingaefni:

Kjarasamningar 2024 - 2028

Kaupgjaldsskrá SA

Samtök atvinnulífsins