Menntamál - 

12. febrúar 2025

Skattspor ferðaþjónustunnar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Skattspor ferðaþjónustunnar

Hvert er framlag ferðaþjónustunnar til samfélagsins?

Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023 var kynnt á Grand hótel í morgun á sameiginlegum fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, opnaði fundinn með ávarpi áður en Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, fór yfir niðurstöður skýrslu um skattspor ferðaþjónustunnar. Þá fóru fram umræður undir stjórn Jóhannesar Þórs Skúlasonar þar sem ferðamálaráðherra og atvinnurekendur ræddu um framlag greinarinnar til samfélagsins og afleidd áhrif hennar.

Skýrsla um skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023.

Kynning á skýrslu um skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2023.

Umræður Skattspor ferðaþjónustunnar 2025

„Það er dálítið merkilegt hvað við getum verið fljót að gleyma þeim tíma þegar ferðaþjónustan var aðeins brotabrot af því sem hún er í dag. Gleymum heimsfaraldri og hvað það skiptir miklu máli að ferðamaðurinn hafi þess kost að koma til landsins. Fljót að gleyma því hvað ferðaþjónustan skiptir miklu fyrir lífskjör í þessu landi, hvað hún leyfir okkur sjálfum að ferðast mikið og ódýrt um heiminn. Njóta veitingastaða og gistiframboðs hringinn í kringum landið okkar.

Þessi fundur hér er svo sannarlega áminning um það hvað ferðaþjónustan skiptir okkur öll miklu máli, hvað hún auðgar okkar samfélag“, sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir í ávarpi sínu á fundinum.

Sigga Magga Skattspor ferðaþjónustunnar 2025

Sigríður Margrét lauk erindi sínu á hvatningu: „Mig langar að hvetja ykkur þegar þið hugsið og talið um ferðaþjónustuna, að láta ekki dægurþras eða smámál stýra því hvernig þið hugsið og talið, heldur horfið á stóru myndina og munið eftir öllu því sem ferðaþjónustan gerir okkur kleift að njóta og gera.“

Samtök atvinnulífsins