Fréttir - 

02. mars 2018

Sala, markaðssetning og lífið sjálft

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Sala, markaðssetning og lífið sjálft

Litla Ísland og Samtök fjármálafyrirtækja bjóða upp á fyrirlestur með Öldu Karen Hjaltalín, sölu- og markaðsstjóra Ghostlamp, í Arion banka, föstudaginn 9. mars kl. 14-16. Þar mun hún fjalla um sölu, markaðssetningu og lífið sjálft.

Litla Ísland og Samtök fjármálafyrirtækja bjóða upp á fyrirlestur með Öldu Karen Hjaltalín, sölu- og markaðsstjóra Ghostlamp, í Arion banka, föstudaginn 9. mars kl. 14-16. Þar mun hún fjalla um sölu, markaðssetningu og lífið sjálft.

Mikill áhugi er á fundinum og fylltist fundarsalurinn á innan við sólarhring. 

Alda mun í fyrirlestrinum deila helstu leyndarmálum sínum í sölu og markaðssetningu bæði á Íslandi og á erlendri grundu. Einnig svara spurningunum „Hvernig fæ ég greitt fyrir að gera það sem ég elska?“ og „Hvernig kem ég mér og vörumerkjunum mínum á framfæri?“

Alda Karen Hjaltalín hefur getið sér gott orð sem fyrirlesari og fyllti hún m.a. Eldborgarsal Hörpu í upphafi ársins. Auk þess að starfa sem sölu- og markaðsstjóri Ghostlamp rekur Alda Karen sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki A&A ehf. en hún er aðeins 24 ára gömul.

Alda er búsett í New York þar sem hún stýrir skrifstofu Ghostlamp og flytur fyrirlestra um sölu, markaðssetningu og lífið. Alda seldi fyrsta milljónasponsið sitt 18 ára, var orðin sölu- og markaðsstjóri Sagafilm 19 ára og komin með sitt eigið fyrirtæki 22 ára. 

Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hagsmunamálum. Bakhjarlar Litla Íslands eru SAF, SVÞ, SI, SFF og SA. Fyrirlestur Öldu Karenar kemur í kjölfar Smáþings Litla Íslands í febrúar þar sem mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja fyrir hagkerfið var til umfjöllunar.

Samtök atvinnulífsins