Vinnumarkaður - 

01. mars 2019

SA höfða mál gegn Eflingu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SA höfða mál gegn Eflingu

Samtök atvinnulífsins hafa höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu stéttarfélagi og krafist að boðað verkfall 8. mars nk. verði dæmt ólögmætt. Þess er einnig krafist að Efling verði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð vegna brota á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.

Samtök atvinnulífsins hafa höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu stéttarfélagi og krafist að boðað verkfall 8. mars nk. verði dæmt ólögmætt. Þess er einnig krafist að Efling verði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóð vegna brota á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.

SA telja atkvæðagreiðslu Eflingar hafa verið andstæða lögum enda verði vinnustöðvun, sem einungis sé ætlað að ná til ákveðins hóps félagsmanna, einungis borin undir þá félagsmenn sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Einnig er vísað til þess að atkvæðagreiðsla Eflingar hafi ekki verið póstatkvæðagreiðsla í skilningi laga enda var atkvæða að mestu aflað með kjörfundum fyrir utan einstaka vinnustaði. Þegar atkvæði eru greidd á kjörfundi þurfa a.m.k. 20% félagsmanna á atkvæðaskrá að taka þátt í atkvæðagreiðslu.

Athygli hefur vakið að fjölmargir aðrir annmarkar voru á atkvæðagreiðslu Eflingar og hvorki fylgt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur né reglum sem miðstjórn ASÍ hefur sett um fyrirkomulag atkvæðagreiðslna hjá aðildarfélögum.   

Sjá nánar:

Stefna SA til Félagsdóms (PDF)

Samtök atvinnulífsins