06. september 2024

Opið fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Opið fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Frestur til að senda inn tilnefningar rennur út 12. september

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 12. september 2024. Verðlaunin verða veitt á Umhverfisdegi atvinnulífsins 22. október.

Nánar um forsendur dómnefndar

Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins.

Dómnefnd velur úr tilnefningum en til að tilnefning teljist gild þurfa fyrirtæki að uppfylla sett viðmið og rökstuðningur þarf að fylgja.

Tilnefna þarf fyrirtæki sérstaklega undir hverjum flokki en einnig er hægt að tilnefna fyrirtæki fyrir báða flokka.

Athugið að einungis er hægt að tilnefna skráð aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins.

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.

Tilnefna má fyrirtæki hér

Samtök atvinnulífsins