1 MIN
Nýjar reiknivélar á vinnumarkaðsvef SA
Tvær nýjar reiknivélar eru nú aðgengilegar á vinnumarkaðsvef SA, reiknivél launaseðils og reiknivél launavísitölu. Þar má setja inn eigin forsendur og umbreyta gögnum til að sníða að eigin aðstæðum og rekstri.
Reiknivél launaseðilsins tekur saman öll helstu gjöld atvinnurekanda, staðgreiðslu sem launamaður greiðir og lífeyrisgreiðslur beggja aðila. Launaseðilinn byggir á nokkrum aðalkjarasamningum SA við ýmis stéttarfélög.
Getur launaseðillinn meðal annars:
- Hjálpað til við að meta raunverulegan kostnað starfsmanns, umfram umsamin laun eða heildarlaun.
- Útlistað ýmis gjöld, sem eru mismunandi eftir kjarasamningum og stéttarfélagsaðild.
- Gefið mat á laun greidd fyrir óunninn vinnutíma (vegna t.d. lögbundinna frídaga eða veikinda).
- Sýnt hlutfall útborgaðra launa af heildarlaunum.
Launaseðilinn er notendavænn, en í reiti með römmum má ýmist velja gildi, eða stimpla inn sín eigin. Hann má því sníða að þörfum hvers og eins. Grunnforsendurnar byggja þó á rauntölum eða áætluðum tölum, þar sem rauntölur eru ekki til.
Reiknivél launavísitalna umbreytir gögnum Hagstofunnar og setur þær á notendavænt form. Í reiknivélinni má sjá hvernig laun hafa þróast hérlendis og nýtir reiknivélin nýjustu gögn í boði hverju sinni.
Getur reiknivél launavísitalna meðal annars:
- Dregið fram launaþróun helstu starfshópa.
- Sýnt launaþróunarmun milli almenna markaðarins og hins opinbera.
- Auðveldað stjórnendum að meta launaþróun milli hópa fyrir t.d. starfsmannasamtöl.
Reiknivél launavísitalna er notendavæn, en í reiti með römmum má ýmist velja gildi og sníða þannig að þörfum hvers og eins. Reiknivélin tekur síðan vísitölugildin og umbreytir þeim þannig upphafspunkturinn byrjar alltaf á 100. Hægt er síðan að sjá hvernig launavísitalan* breytist á tímabilinu.
Ef þú hefur tillögur, ábendingar eða ef við getum bætt launaseðilinn með einhverju móti endilega sendið okkur línu.
*Launavísitala byggir á tímakaupi reglulegra launa (RL). RL eru greidd mánaðarlaun fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags- og bónusgreiðslur, svo sem föst yfirvinna, sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili.
Vísitalan byggir á pöruðum einstaklingsbreytingum. Reiknaðar eru breytingar reglulegs tímakaups þeirra einstaklinga sem eru í sama starfi, hjá sama fyrirtæki og í sömu atvinnugrein, í tveimur samliggjandi mánuðum.