1 MIN
Ný framkvæmdastjórn SA
Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins fór fram í vikunni. Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður SA, með 98,95% greiddra atkvæða, í rafrænni kosningu sem fór fram í aðdraganda fundarins. Einnig var gerð grein fyrir kjöri nýrrar stjórnar SA. Ný inn í stjórn samtakanna komu Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Páll Erland, forstjóri HS veitna, og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri B. M. Vallár ehf.
Þau tímamót urðu á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag að kjörin var framkvæmdastjórn sem samanstendur af fimm konum og þremur körlum. Það er í fyrsta skipti í sögu samtakanna sem framkvæmdastjórn er að meirihluta skipuð konum. Úr framkvæmdastjórn gengu þau Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, og Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, en nýjar inn í framkvæmdastjórn komu þær Edda Rut Björnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips, og Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma.
Framkvæmdastjórn SA fyrir starfsárið 2023-2024:
Eyjólfur Árni Rafnssson, formaður
Árni Sigurjónsson
Birna Einarsdóttir
Bjarnheiður Hallsdóttir
Edda Rut Björnsdóttir
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Jón Ólafur Halldórsson
Jónína Guðmundsdóttir
Eyjólfur Árni, formaður SA, ávarpaði fundargesti:
„Ég vil þakka Rannveigu og Sigurði vel fyrir störf sín á vettvangi framkvæmdastjórnar samtakanna síðustu ár. Ennfremur hlakka ég mikið til að takast á við komandi verkefni með nýrri framkvæmdastjórn. Þetta eru afar ánægjuleg tímamót, því hér er brotið blað í sögu Samtaka atvinnulífsins og forvera þeirra á vinnumarkaði með skipan nýrrar framkvæmdastjórnar.“
Hér má nálgast ársskýrslu Samtaka atvinnulífsins 2022 -2023.
Myndir frá aðalfundi Samtaka atvinnulífsins, ljósmyndari BIG: