Fréttir - 

03. febrúar 2020

Menntadagur atvinnulífsins 2020

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Menntadagur atvinnulífsins 2020

Á Menntadegi atvinnulífsins 2020 verður fjallað um sköpun í íslensku atvinnulífi og menntakerfi út frá fjölmörgum sjónarhornum. Ráðstefnan fer fram í Hörpu, miðvikudaginn 5. febrúar, í Norðurljósum kl. 8.30-11.30 og er opin öllum.

Á Menntadegi atvinnulífsins 2020 verður fjallað um sköpun í íslensku atvinnulífi og menntakerfi út frá fjölmörgum sjónarhornum. Ráðstefnan fer fram í Hörpu, miðvikudaginn 5. febrúar, í Norðurljósum kl. 8.30-11.30 og er opin öllum.

Menntadagurinn er árlegur viðburður, að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. 

Tryggðu þér sæti með því að skrá þig hér að neðan

Menntadagurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á sköpun, menntamálum og þróun. Skorum á stjórnendur, mannauðsstjóra, þróunarteymi, skólafólk og alla sem hafa áhuga á að efla sköpun í störfum sínum að vera með!

Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks, Landsmennt, Starfsafl og Samband stjórnendafélaga styrkja Menntadag atvinnulífsins. Á Menntatorgi atvinnulífsins getur að líta fjölbreytta þjónustu sem fyrirtæki geta sótt sér á sviði menntunar, fræðslu og þjálfunar starfsmanna.

DAGSKRÁ

Kl. 8.30-10

Ýtt úr vör
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Skapandi starfsumhverfi              
Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt og verkefnastjóri Austurbakka hjá Landsbankanum 

Hverjir eru skapandi?          
Birna Kristrún Halldórsdóttir, ráðgjafi og vottaður LEGO SERIOUS PLAY leiðbeinandi hjá Attentus

Leikreglur í skapandi umhverfi   
Dóra Jóhannsdóttir, leikkona, handritahöfundur og spunakona

Skapandi eða apandi?
Áslaug Baldursdóttir, kennari, hönnuður, ritstjóri og margt fleira

Er fyrirtækjarekstur listform?     
Pétur Arason, frumkvöðull hjá Manino

Hönnunarhugsun í nýsköpun     
Ívar Þorsteinsson, leiðtogi viðskiptaþróunar, viðskiptatengsla og markaðsstarfs hjá Kolibri

Með hjartað á réttum stað!      
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar

Hvað er sköpun?
Markús Þór Andrésson, deildastjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenda Menntaverðlaun atvinnulífsins. 

Kl. 10-10.30
Kaffi og með því. Fræðslusjóðir og fræðsluaðilar kynna fjölbreytt nám og þjónustu á menntatorgi.

Kl. 10.30-11.30

Málstofa

Að vinna markvisst með sköpun í menntun og á vinnustaðnum
Camilla Uhre Fog, skólastjóri International Scool of  Billund, og fyrrum stjórnandi hjá Lego Foundation.

Lesblinda
Sylvía Melsted, frumkvöðull og tónlistarkona, ásamt gestum.

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins