Fréttir - 

06. júní 2023

Lítil og meðalstór fyrirtæki verði óneitanlega fyrir keðjuverkandi áhrifum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lítil og meðalstór fyrirtæki verði óneitanlega fyrir keðjuverkandi áhrifum

Kynningarviðburður UN Global Compact á Íslandi fór fram í Hörpu í síðustu viku, en Samtök atvinnulífsins eru aðili að UN Global Compact – sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti og samfélagsábyrgð. Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, flutti erindi á fundinum þar sem hún fjallaði um sjálfbærni og tækifæri í íslensku atvinnulífi. Þá fjallaði hún einnig um áhrif þeirra breytinga sem munu verða á regluverkinu á komandi misserum.

„Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs og lítil og meðalstór fyrirtæki mun óneitanlega verða fyrir keðjuverkandi áhrifum í gegnum virðiskeðjuna þegar stærri fyrirtækin fara að kalla eftir ítarlegri upplýsingum frá þeim um hvaða áhrif þeirra starfsemi hefur á vernd umhverfisins, félagslega þætti og efnahagsvöxt.”

Samtök atvinnulífsins