08. júlí 2024

Leiðsögumenn semja um stöðugleika

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Leiðsögumenn semja um stöðugleika

Langtímasamningur hefur nú verið undirritaður Samtaka atvinnulífsins og Leiðsagnar - stéttarfélags leiðsögumanna. Byggir samningurinn á Stöðugleikasamningnum sem undirritaður var í mars. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028.

Tengt frétt

Stöðugleikasamningur í höfn
Lesa meira

Stöðugleikasamningurinn markaði vatnaskil á vinnumarkaði þar sem hóflegum launahækkunum til fjögurra ára er ætlað að skapa skilyrði fyrir stöðugleika.

Stöðugleiki kemur hins vegar ekki af sjálfu sér þrátt fyrir góða niðurstöðu kjarasamninga. Horfa þarf fram á veginn og tryggja að kjarasamningar verði til þess að draga úr verðbólguþrýstingi, en ekki öfugt. Atvinnulíf og stjórnvöld þurfa að rísa undir sinni ábyrgð og vera samtaka. Þannig er hægt að ná tökum á verðbólgunni og eygja von um lækkun vaxta.

Hér má kynna sér efni samningsins:

Kjarasamningur SA og Leiðsagnar

Samtök atvinnulífsins