1 MIN
Konráð tímabundið til SA - tekur sæti í samninganefnd
Konráð S. Guðjónsson hefur tímabundið verið ráðinn sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins (SA) í aðdraganda komandi kjarsamningsgerðar og mun hann jafnframt taka sæti í samninganefnd SA. Konráð tekur til starfa 1. september en hann sinnir í dag starfi aðalhagfræðings Stefnis hf. og mun hann snúa aftur þangað að loknum störfum sínum fyrir SA.
Áður starfaði Konráð sem hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Þá starfaði hann í greiningardeild Arion banka, hjá Hagfræðistofnun og við þróunarsamvinnu Í Úganda og Tansaníu. Hann hefur einnig sinnt kennslu við Háskóla Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands. Konráð er með meistaragráðu í hagfræði frá Warwick háskóla í Bretlandi og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA: „Það er mikill styrkur að fá Konráð tímabundið til liðs við SA enda er umfangsmikið verkefni framundan. Við væntum mikils af honum og þekkjum vel til hans starfa í gegnum tíðina.“